Paul Simon með tónleika á Íslandi í júlí

Paul Simon Jæja, þá er Paul Simon á leiðinni á klakann til að halda tónleika í sumar. Seint og um síðir. Held að það sé rétt munað hjá mér að hann hafi aldrei komið hingað á tónleika áður og við því aldrei heyrt í dúettnum margfræga, Simon og Garfunkel. Hef svosem aldrei verið mikill aðdáandi Paul Simon, en virði mjög framlag hans til tónlistarinnar. Hann er einn af þessum söngvurum sem hefur virkilega markað söguleg skref í sínum bransa.

Verð hinsvegar að viðurkenna að ég hef alla tíð dýrkað þá tvo saman, Art Garfunkel og Paul Simon. Þegar að þeir sömdu tónlistina við hina yndislegu kvikmynd, The Graduate, árið 1967 komu með þeir eitthvað svo innilega ferskt og gott í bransann, tónlist sem hefur staðist tímans tönn. Þeir voru auðvitað frábær dúett og lögin þeirra algjör meistaraverk. Sérstaklega finnst mér The Sounds of Silence þar standa upp úr, en röddunin og takturinn í laginu er hrein snilld.



Mrs. Robinson er auðvitað tímamótasnilld sem aldrei klikkar, en mér finnst Scarborough Fair, ekki mikið síðra lag, eiginlega vinna meira á með árunum. Það er eitthvað við þetta lag sem er svo traust og magnað. Bridge Over Troubled Water er svo eitt af þessum ódauðlegu lögum sem aðeins verða betri með árunum.



Kannski maður skelli sér á tónleikana. Á í tónlistarsafninu tónleikana þeirra í Central Park, sem eru með þeim bestu fyrr og síðar. Alveg yndislegir. Þetta eru lög sem lifa og tónlistarmenn sem gerðu saman nokkur af bestu lögum allra tíma að mínu mati.

Sem minnir mig á eitt: það er orðið alltof langt síðan að ég hef séð The Graduate! Ein af þeim bestu fyrr og síðar.

mbl.is Paul Simon með tónleika á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband