Kynferðisleg drottnun og fjölkvæni í Texas

Búgarðurinn í TexasUm fátt hefur verið rætt meira í bandarísku pressunni í dag en að 52 stúlkum, á aldrinum sex mánaða til sautján ára, hafi verið bjargað kynferðislegri drottnun og fjölkvæni hjá sértrúarsöfnuði á búgarði í Texas. Það þarf að uppræta svona ógeð og ómenningu og mikilvægt að þessum stelpum hafi verið bjargað frá þessu sértrúarliði.

Það hefur mikið verið fjallað um fjölkvæni í bókum og í leiknu efni - flestum er í fersku minni þættirnir Big Love sem sýndir hafa verið síðustu árin á Stöð 2. Þar var fjallað um mann sem átti þrjár eiginkonur og bjuggu þau öll undir sama þaki og áttu eitt heimili saman, þó vissulega hólfað af. Allur söguþráðurinn er utan um þetta fjölkvænislíferni. Það var kannski sykursæt útgáfa af fjölkvæni og kannski eitthvað Hollywood-serað frá raunveruleikanum, en virkaði samt sjúklega raunveruleg sýn á algjört ógeð.

Það sem gerist hjá þessum sértrúarsöfnuði, klofningssöfnuði frá mormónum, hefur staðið yfir áratugum saman, þykir sjálfsagt hjá þessu liði en þarf að uppræta. Misnotkun á svo ungum stelpum er stóralvarlegt mál. Þarna eru stelpur giftar ættingjum sínum, oft mun eldri mönnum, allt til að viðhalda þessu sýkta viðhorfi að ekkert sé heilagt og jafnvel megi gefa unglingsstelpur og fullorðna menn saman, fyrir einhverja trú á hinu ranga. Þetta er ógeðslegt og svo innilega rangt.

Fylgdist aðeins með umfjöllun á þessu á CNN í kvöld. Það er gott að það hafi tekist að bjarga þessum stelpum frá vondum örlögum og vonandi mun takast að uppræta þennan söfnuð og þá ómenningu sem felst í trúboði hans, sem felst í kynferðislegri drottnun og sjúklegu fjölkvæni - misnotkun á börnum.


mbl.is 52 stúlkur fluttar af búgarði sértrúarsöfnuðar í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband