Aldarminning um Bette Davis

BetteDavisÍ dag er öld liđin frá fćđingu bandarísku óskarsverđlaunaleikkonunnar Bette Davis, sem var ein besta leikkona 20. aldarinnar - margfrćg fyrir sín leiftrandi augu og svipmiklar túlkanir á miklum kjarnakonum. Söngkonan Kim Carnes samdi og söng yndislegt lag um augu leikkonunnar, Bette Davis Eyes, áriđ 1983, sem varđ einn af stóru smellum níunda áratugarins. Ţađ er í spilaranum hér á vefnum.

Enginn vafi leikur á ţví ađ túlkun Bette á leikkonunni Margo Channing í All About Eve er hennar besta á ferlinum. Myndin er auđvitađ ein af mestu klassíkum kvikmyndasögunnar, skartar glćsilegum leikframmistöđum, skotheldri sögu og einu besta kvikmyndahandriti allra tíma. Svo innilega leiftrandi af mćlsku, húmor og hnyttni - traust blanda af ţví allra besta frá gullaldarárum Hollywood og tekur leikhúslífiđ og gerir ađ ţví gys. Glamúrinn og glysinn verđur ţar allt öđruvísi en í öllum öđrum myndum.

Ţađ er reyndar eiginlega eins og Bette sé ađ leika sjálfa sig í ţessari mynd, enda ađ leika fertuga leikkonu sem hefur haft öll heimsins tćkifćri en er allt í einu ekki lengur eins ung og geislandi og áđur. Bette átti á ţeim tímapunkti og hún nćldi sér í hlutverk Margo orđiđ mjög erfitt međ ađ fá hlutverk eftir einn glćstasta leikferil kvikmyndasögunnar. Bette hafđi ung náđ miklum frama og hlotiđ tvenn óskarsverđlaun fyrir leik í ađalhlutverki á fjórđa áratugnum, í Jezebel og Dangerous, og voru allir vegir fćrir. Ţegar ađ kom ađ lokum fimmta áratugarins hafđi hún einhvernveginn fest sig í ađ leika hina ungu leiftrandi konu krafts og orđmćlgis.

Ţađ verđur reyndar seint sagt um Bette Davis ađ hún hafi veriđ allra, hún var rétt eins og margar kvenpersónurnar sem hún lék bćđi sjálfstćđ og mikill eldhugi sem fór eigin leiđir. Ţó ađ hlutverk Margo Channing hafi veriđ hennar allra besta vann hún ekki óskarsverđlaunin fyrir rulluna. Verđlaunin fóru til Judy Holliday og náđi hún ađ sigra báđar gullnu stjörnurnar í bransanum, Bette og gyđju ţöglu myndanna, Gloriu Swanson, sem átti leiftrandi endurkomu međ túlkun sinni á Normu Desmond í Sunset Boulevard.



Ţegar ađ ég minnist Bette gnćfir túlkun hennar á Margo upp úr. Ekkert annađ er eftirminnilegra, enda tel ég ţađ eina bestu túlkun leikkonu á síđustu öld, svo innilega leiftrandi og traust tjáning. Auk ţess kemur einna sterkust fram í hugann túlkun hennar á Julie í Jezebel, Mildred Rogers í Of Human Bondage, Joyce í Dangerous, Gabrielle Maple í The Petrified Forest, Judith í Dark Victory, Charlotte í The Old Maid, Leslie í The Letter, Maggie Cutler í The Man Who Came to Dinner, Charlotte Vale í Now Voyager, Söru í Watch on the Rhine, Fanny í Mr. Skeffington og Regínu í Little Foxes.

Tvćr túlkanir hennar frá síđari hluta ferilsins eur ţó sérstaklega eftirminnilegar. Í Whatever Happened to Baby Jane verđa augun hennar sérstaklega eldfim, ógnvekjandi og svo innilega kröftug í hinni mögnuđu túlkun á Jane Hudson. Ţvílík upplifun ađ sjá ţá mynd og ţćr tvćr stjörnur gullaldaráranna, Bette og Joan Crawford, ná nýjum hćđum. Síđasta stórrullan hennar Bette, túlkunin á
Libby Strong í The Whales of August er svo innilega traust og heilsteypt og samleikur hennar međ Lillian Gish, einni bestu leikkonu gullaldaráranna, var pottţéttur. Ţćr létust báđar skömmu síđar.

Má reyndar ekki gleyma túlkun Bette á hinni pjöttuđu og yfirdrifnu Marie í myndinni Death on the Nile, undir lok áttunda áratugarins, byggđ á hinni frábćru sögu Agöthu Christie um einkaspćjarann Hercule Poirot. Ţetta er besta mynd Ustinovs í hlutverki Poirot og myndin er mikiđ persónugallerí áhugaverđra karaktera - Bette Davis er einhvern veginn rúsínan í pylsuendanum sérstaklega í túlkun sinni.



Bette Davis var ein af hinum stóru stjörnu gullaldartímans í Hollywood. Ţađ eru tveir áratugir frá ţví ađ hún dó en snilld hennar og leiftrandi túlkun mun aldrei gleymast. Ţeim sem vilja upplifa ţessa drottningu hvíta tjaldsins bendi ég sérstaklega á ađ horfa á All About Eve og Whatever Happened to Baby Jane. Svo sakar ekki ađ geta komist yfir The Whales of August, sem er hinn frábćri lokapunktur hins litríka leikferils.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband