Heimkoma í norðlenskri kvöldsól

Ég var að koma heim eftir góða helgi í Reykjavík. Vissulega er alltaf gott að fara til Reykjavíkur, en miklu skemmtilegra er þó auðvitað að koma heim. Veðrið var notalegt og gott í fluginu á heimleiðinni - falleg kvöldsól blasti við yfir Akureyri þegar að flogið var yfir bænum. Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn og vonandi er sumarið sannarlega komið eftir risjótta tíð á þessum vetri, þó við höfum reyndar verið mun heppnari með veturinn en þeir fyrir sunnan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nákvæmlega. :) Gróðurinn er farinn að taka vel við sér.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.4.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Æ hversu oft er maður einmitt ekki búinn að vera fegnastur því að koma heim til Akureyrar! Þar sem allt er best og fallegast!

Gleðilegt sumar. 

Inga Dagný Eydal, 20.4.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband