REI-málið er til skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins

Ég tek heilshugar undir með leiðarahöfundi Morgunblaðsins í morgun. Þar er hvasst ritað en þau skrif eru heiðarleg og rétt. REI-málið er auðvitað til skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er ein mesta skömm flokksins í tæplega 80 ára sögu hans. Með því máli og mistökum tengdum því klúðraði Sjálfstæðisflokkurinn því að taka völdin sannfærandi og traust eftir tólf ára valdatíð R-listans.

Viðtal Kastljóssins í gærkvöldi sýndi hringlandahátt Sjálfstæðisflokksins með forystu REI enn í dag. Það er eðlilegt að því sé velt fyrir sér hvort eigi að fara í landvinninga á erlendri grund með peningum skattborgara eður ei. Það er annaðhvort. Í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið. Það þarf skýra forystu og afdráttarlaus svör. Sé þeim ekki svarað heiðarlega og eftir hugsjónum Sjálfstæðisflokksins fer illa fyrir þeim sem ætlar að tala sem hægrimaður í borgarstjórn Reykjavíkur. Ekki flóknara en það, takk.

Kjartan Magnússon skildi eftir sig fleiri spurningar en þeim sem hann svaraði í viðtalinu í gærkvöldi. Hversvegna er ekki hægt að koma með skýr svör og afdráttarlausa stefnu. Endar REI-málið með því að sú sýn sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, mótaði verði sú sem farin verður eftir allt saman. Til lítils var þá barist í upphafi, segi ég og skrifa. Í þessum efnum er ekki spurt um klíkuplott og vinaleg svör heldur hugsjónir. Ef þessi borgarstjórnarflokkur getur ekki staðið vörð um hugsjónir Sjálfstæðisflokksins eru þau í mjög vondum málum.

Finnst Mogginn tala heiðarlega og hreint út í dag. Það er eðlilegt. Man satt best að segja ekki eftir svo hvössum skrifum þaðan áður í garð forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hringlandahátturinn er orðinn algjör og fólki er nóg boðið. Kastljósviðtalið í gær svaraði engum meginspurningum. Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík eiginlega að gera, eru engar lausnir uppi og hvað varð um hugsjónirnar? Þetta eru spurningar sem þarf að fá svör fyrir.

Hef ekki farið leynt með það mat mitt að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hafi klúðrað sínum málum allverulega. Ekkert virðist það batna með þessum loðnu og lélegu svörum. Ekkert virðist ljóst og enn eru spurningar uppi um meginatriði. Hvar er pólitísk sýn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík? Er hún virkilega engin. Aumt er hlutskipti þessa fólks ef það er stóra svarið við stóru spurningunum.

Hvað er það í REI-málinu sem þolir ekki dagsins ljós? Hverjum er verið að bjarga? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa vörð um hugsjónir sínar? Þetta eru stóru spurningar og svörin við þeim ráða því hvort Sjálfstæðisflokkurinn endurvinnur sér traust að nýju með leiðtoga sem hefur fyrir löngu brennt allar brýr að baki sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta var stutt bloggfrí En við erum ekki búin að fa allt upp á borðið í þessu Rei máli.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.4.2008 kl. 10:31

2 Smámynd: Bumba

SAMMÁLA!!!!!!!!!!!!!!!!! Með beztu kveðju.

Bumba, 17.4.2008 kl. 12:30

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mæltu manna heilastur Stefán,eg er þessu algjörlega sammála/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.4.2008 kl. 17:18

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Er sammála þér um REi málið. Þetta er nú að verða meira klúðrið.

Eigðu góða helgi og vonandi fer að birta til í veikindum móður þinnar.Hef fylgst með þeim í gegn um hana nöfnu mína.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.4.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin.

Þakka þér sérstaklega Ólöf fyrir góð orð.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.4.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband