Ágústi sleppt - óánægja vegna ummæla Sturlu

Ráðist á lögregluþjón

Óánægja mun vera meðal bílstjóra í kjölfar þess að Sturla Jónsson vildi ekki kannast við að þekkja Ágúst Fylkisson, þó að hann hafi verið mjög virkur í mótmælum þeirra, eftir að hann sló lögregluþjón á Kirkjusandi. Sturla missti út úr sér að Ágúst væri nýkominn úr hnéaðgerð en sagðist í sömu andrá ekki þekkja hann. Deilt er um hæfileika Sturlu til forystu, öllum er ljóst að hann hefur skaðað mótmælin með orðavali sínu.

Auðvitað er það lélegt hjá Sturlu að vilja ekki kannast við mann sem hefur fylgt honum eins og skugginn í mótmælunum og tala um hann eins og þar fari maður sem ekkert tengist hópnum sem hefur verið að mótmæla að undanförnu. Enda finnur maður það vel á viðbrögðunum að þeir sem ekki höfðu snúið baki við bílstjórunum séu orðnir mjög hugsi og velta fyrir sér hæfileikum Sturlu til að fronta þennan hóp og hversu mikinn skaða hann hafi unnið.

Talað hefur verið um að bílstjórar utan af landi myndu fara suður til að leggja félögum sínum þar lið. Eftir atvikið í gær mun hafa sljákkað í þeim fyrirætlunum.

Þess má reyndar geta að bróðir hins umdeilda Ágústs, Guðmundur Fylkisson, er aðalvarðstjóri hjá Ríkislögreglustjóra.


mbl.is Sleppt úr haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mynd af Stulla og Ágústi saman í síningarbás malarbílstjóra í Reykjavík á síningunni sumarið 2008 á vinnuvélasíðunni www.geirinn.is

Annars eru þessi mótmæli komin í algjört rugl.

Maður skammast sín fyrir að hafa meiraprófið og hvað þá að hafa starfsheitið bílstjóri.

Gísli Einarsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:28

2 identicon

Þetta er þá lýklega bara Samsæri gegn þeim bílstjórunum! til að fá umfjölun um lögreglu burt! Þar sem umtalaður Guðmundur er starfsmaður RLS, þá hefur Ágústi verið greitt fyrir atvikið og verður svo sleppt, við skulum bara fylgjast með þessu máli Ágústar og sjá hvert það leyðir!

Daníel (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:39

3 identicon

Þeir eru að krefjast þess að fá undanþágur frá reglugerð um hvíldartíma trukkabílstjóra.... það er nákvæmlega það sem almenningur í umferðinni þarf, þessa skapofsa einnig þreytta undir stýri á trukkunum sínum.

Helgi (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband