Rétt ákvörđun hjá Láru - trúverđugleikinn í húfi

Lára Ómarsdóttir Mikiđ hefur veriđ rćtt og ritađ um uppsögn Láru Ómarsdóttur eftir eggjakastsmáliđ margfrćga sem skaddađi trúverđugleika hennar. Mikiđ hefur gengiđ á hjá henni og eđlilega hefur hún gengiđ í gegnum erfiđ kaflaskil eftir mikil mistök. Hún stóđ sig misjafnlega viđ ađ svara fyrir sig í spjallţáttum kvöldsins, var fín í Kastljósi en öllu slappari í Íslandi í dag, en ţar var líka gengiđ nćr henni og hún átti greinilega í meiri erfiđleikum međ ađ verjast og var ţar ađ auki í meiri tilfinningalegu uppnámi.

Lára gerđi rétt međ ţví ađ segja upp. Ţetta mál skaddađi bćđi hana og fréttastofu Stöđvar 2 - stefndi í allsherjarvandrćđagang fyrir alla ţá sem ţar vinna. Enda snýst fréttamennska fyrst og fremst um trúverđugleika, verđi fréttamađur uppvís ađ ţví ađ tala óviđeigandi eđa reyna ađ krydda fréttirnar á vettvangi ţeirra er illt í efni. Trúverđugleiki fréttastofunnar var undir í ţessum efnum og Lára vissi vel ađ máliđ myndi ekki gufa upp nema međ ţví ađ hún tćki af skariđ. Hún klárađi ţetta mál ţví bćđi af skynsemi og röggsemi án ţess ađ hika og á réttum tímapunkti.

Efast ekki um ađ Lára er dugleg og samviskusöm í sínu. Efasemdir hafa ţó heyrst um hvort hún vćri alltaf hlutlaus og ekki hafa allir veriđ sáttir viđ hana. Ekki ćtla ég ađ dćma hana fyrir ţađ. Fannst Lára oft standa sig vel og gera hlutina vel, hún var ófeimin viđ ađ taka á fréttunum, spyrja erfiđra spurninga og sauma ađ ţeim sem gera mistök í pólitíkinni eđa hafa ekki gert hlutina í takt viđ ţađ sem ţeir lofuđu sjálfir í kosningum eđa í dagsins önn ţess einmanalega lífs sem oft fylgir stjórnmálum. Í eigin klúđri var eđlilega spurt um hvort hún ćtti ekki ađ taka ábyrgđ á ţeim. Ekkert annađ kom til greina og hún náđi ađ ljúka málinu áđur en ţađ varđ stórslys fyrir fréttastofuna.

Kemur mér samt mest á óvart ađ Steingrímur Sćvarr Ólafsson, fréttastjóri, hafi ekki sjálfur tekiđ á ţessu máli. Sé frásögn hans rétt af ţví ađ hann sem fréttastjóri hafi ekki tekiđ til sinna ráđa eđa viljađ ljúka málinu af ábyrgđ og án ţess ađ skuggi félli á trúverđugleika vinnustađarins er eđlilegt ađ spurt sé hversu sterkur fréttastjóri hann sé eiginlega. En kannski er óţarfi ađ spyrja: Lára lauk málinu áđur en trúverđugleiki stöđvarinnar gufađi upp. En vissulega er hann skaddađur á eftir, ţađ er ekki hćgt ađ neita ţví.

Vona ađ allir fréttamenn lćri sitt á ţessu klúđri Láru. Í fréttamennsku skiptir máli ađ koma fram af ábyrgđ og fjalla um fréttir en ekki búa ţćr til, hvort sem ţađ er gert međ vandrćđagangi eđa ásetningi.

mbl.is Steingrímur Sćvarr: Lára er mađur ađ meiri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hlíđar Harđarson

Af hverju er ekki gengiđ jafnhart fram í ţví ađ ađrir "opinberir" starfsmenn axli ábyrgđ og taki pokann sinn, sbr. hugleiđingar mínar í bloggi mínu í kvöld? Lára gerđi rétt, en gera ađrir rétt?

Jóhann Hlíđar Harđarson, 26.4.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Takk kćrlega fyrir kommentiđ Jóhann og góđa ábendingu.

Er alveg sammála ţví ađ ţađ er alveg afleitt ađ ekki sé leitađ meira eftir ţví ađ stjórnmálamenn axli ábyrgđ á mistökum sínum í starfi. Gott dćmi er Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson sem gerđi mikil mistök sem borgarstjóri, mistök sem munu alltaf fylgja honum úr ţessu. Enn er ţví ósvarađ hvort gera eigi hann ađ borgarstjóra aftur eftir ellefu mánuđi er Sjálfstćđisflokkurinn fćr aftur borgarstjórastólinn. Ţađ er ađeins pattstađan ein ljós hjá Sjálfstćđisflokknum ţegar ađ kemur ađ valdamesta embćtti borgarinnar. Afleitt rugl. Fleiri dćmi mćtti nefna. En pólitísk ábyrgđ ţarf ađ vera virkari. Refsa má stjórnmálamönnum í kosningum, en mistök er hćgt ađ gera á fjögurra ára tímabili og eđlilegt ađ tekiđ sé á slíku.

mbk.

Stefán Friđrik Stefánsson, 26.4.2008 kl. 00:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband