Óhugnaður í Austurríki

Mikil sorgarsaga er að afhjúpast nú í bænum Amstetten í Austurríki. Faðir hélt þar dóttur sinni fanginni í kjallara í hálfan þriðja áratug og átti með henni sjö börn. Eðlilegt er að spurt sé hvernig þetta hafi getað staðið svo lengi. Mér skilst að stelpan hafi verið talin týnd frá árinu 1984 og hún hafi verið talin af árum saman og þar séu helstu ástæður þess að ekki hafi verið leitað betur að henni. Er þessi saga reyndar svo ótrúleg að það hefur helst minnst á súrrealisma að sjá fréttir af þessu á bresku fréttastöðvunum.

Virðist föðurnum hafa tekist með miklum brögðum að halda öllu leyndu þar til nýlega að eitt af börnunum sjö þurfti á sjúkrahús. Er eiginlega með ólíkindum að svona geti gerst í nútímanum. Held að þetta sé með skelfilegri málum þar sem fólki er haldið föngnu og fær ekki að lifa eðlilegu lífi. Þarna er þó faðir að halda dóttur sinni, á með henni börn og hefur framið alvarlega glæpi, ekki aðeins einn heldur mun fleiri, sem verða væntanlega lengi í minnum hafðir.

Þetta lýsir auðvitað einhvers konar bilun og vitfirringu af verstu sort, enda er þetta hreinn óhugnaður. Vekur alltaf athygli kastljóss fjölmiðla þegar að fólk er heimt úr helju eftir áralanga vist sem fangi einhvers. Þetta málist virðist þó hreinlega einstakt að svo mörgu leyti - skelfilegt mál í alla staði.

mbl.is Lokaði dóttur sína inni í 24 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband