Fámenni hjá Sturlu - byrjað á vitlausum enda?

Sturla og fylgismenn hans Ekki voru þeir nú margir sem studdu málstað Sturlu Jónssonar og bílstjóranna með því að labba með talsmanninum frá húsi verslunarinnar til Austurvallar í dag. Held að bílstjórarnir séu búnir að missa stuðning meginþorra þjóðarinnar á síðustu dögum. Sennilega hafði hasarinn á Kirkjusandi á sumardaginn fyrsta mestu áhrifin á hvernig komið er.

Held að bílstjórarnir hafi byrjað á vitlausum enda í mótmælum sínum. Hefðu þeir byrjað með einmitt svona týpu af mótmælum, löglegum fyrir það fyrsta, eins og Sturla var með í dag hefðu þeir náð meiri árangri; verið markvissari, yfirvegaðri og náð einhverjum stuðningi. Þeir höfðu sennilega mjög mikinn stuðning í upphafi en mistök talsmannsins og þeirra sem næst honum stóðu höfðu fljótt þau áhrif að landsmenn voru argir yfir að vera fastir í biðröð og þeir gengu einfaldlega of langt.

Í dag virkaði þetta eins og einn maður væri að mótmæla, maður án stuðnings, einkum almennings. Þetta var allavega mjög einmanalegt. Þetta hefur verið viðburðarík vika, hennar verður sennilega minnst sem vikunnar þegar að bílstjórarnir misstu stuðning almennings. Einvera Sturlu, með örfáa á eftir sér í göngunni verður táknræn fyrir það hvað hann var einmana.

mbl.is Sturla: Ég berst fyrir ykkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki bar a stuðningsleysinu a þessari leið, folk la a flautunni og vinkaði og gargaði.....   enn islendingar eru upp til hopa latir og nenna ekki að labba. þannig er nu það.

mikki (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Anna Guðný

Mikið er ég sammála þér  með að það hafi verið byrjað á vitlausum enda. Skil eiginlega ekki í því af hverju ekki fleiri komu með honum í dag, allavega mættu niður á Austurvöll.

Held að það hafi hjálpað líka til með minni stuðning að nú er fólk meira farið að átta sig á því hverju þeir eru að mótmæla. Þetta með hvíldatímann og allt það. Vita að þetta er ekki eins strangt og þeir segja og einnig að flest okkar hafa bara engan áhuga á að mæta á leiðinni AK-Rek þeyttum bílstjóra á risastórum flutningbíl.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 27.4.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Má vera að einhverjir hafi flautað á hann. Finnst þessi mynd sem fylgir færslunni segja allra best frá stemmningunni með bílstjórunum þó.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.4.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Anna Guðný. Sammála þessu. Þetta hefur líka mikil áhrif. Bæði er þjóðin búin að missa trúna á þessum talsmanni og baráttumálunum líka. Þeir einfaldlega klúðruðu þessu sjálfir og ekki bætti einfaldningsleg vinnubrögð og stjórnleysi þeirra úr skák.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.4.2008 kl. 23:49

5 Smámynd: Bergur Þorri Benjamínsson

Alveg er það nú samt til að topp þetta mál, að bíll Sturlu og hann sjálfur skyldu vera í aðalhlutverki fyrir auglýsingaherferð N 1 (áður Esso) sem gegnið hefur með stuttum hléum síðan félagið var sett á fót....

Bergur Þorri Benjamínsson, 28.4.2008 kl. 00:23

6 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ef það ætti að flytja allar vörur með skipum þá þyrfti að bjóða það út á evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt evrópulögum. Bílstjórar þurfa að fara eftir evrópulögum og þess vegna þarf Ríkið að hafa allt klárt fyrir þessa menn til dæmis fullnæjandi hvíldar og salernisaðstöðu áður en þeir fara að sekta þá fyrir að brjóta hvíldartímalög. Þú hleipir ekki umferð yfir hálfkláraða brú. Íslendingar eru greinilega ekki mikið inn í evrópulögunum.

Jón V Viðarsson, 28.4.2008 kl. 00:33

7 identicon

Auglýst mótmæli virka ekki nema að fjölmiðlalar sé með í verki, það hefur marg oft sýnt sig, Afhverju? Jú fólk er hrædd um eigið öryggi og sinna nánustu miðað við viðbrögð lögreglu undanfarið  þ.e kylfuhögg og táragas af engu tilefni.M.ö.o aðgerðir Björns Bjarnarsonar og "öryggissveitar Íslands" tryggja það að fólk þorir ekki að mótmæla friðsamlega lengur, það er hrætt umm að það sé barið á saklausu fólki. sbr konunni sem hélt á barni í fangi sér á rauðavatni og þau fengu yfir sig táragas lögreglunnar ein og sýnt var á einni you-tupe síðunni.Það er greinilegur vilji stjórnvalda að berja á “undirmálslýðnum”

Glanni (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 00:50

8 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Sæll Stefán

Þetta er alveg rétt hjá þér, mótmæli snúast ekki um ofbeldi eða brjóta lög, hvernig hefði saltganga Gandhis gengið ef hann hefði tekið á því að lemja breska hermenn?

Glanni, Ég veit ekki alveg hvort þú hafir horft á sömu fréttir og ég, en það var ekki af engu tilefni sem lögreglan notaði gasið, fólk fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu og var kastandi grjóti og eggjum. Þeir lokuðu veginum og þar með sköpuðu slysahættu og einnig hugsanlegum töfum á sjúkraflutningum. Starf lögreglunar er einfalt, að halda uppi lögum og reglu. Þú talar um lögreglumenn eins og þeir séu barbarar sem fara um bæinn og lemja fólk. Það er ótrúlegt að sjá hversu litla virðingu þú berð fyrir þessari stétt, sömu stétt sem verndar mig og þig fyrir lögbrjótum landsins.

Og að blanda Birni Bjarnasyni inní þetta er útí hött. Þó svo að hann sé dómsmálaráðherra, hefur hann ekkert með að gera daglega umsýslu lögreglunar.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 28.4.2008 kl. 01:00

9 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það voru mjög, mjög margir í göngu með Ómari Ragnarssyni í gegn um miðbæinn með Vigdísi Finnbogasóttur.

Þá áttum við að vernda landið með Ómari, hann fékk ekki þann stuðning í kosningunum þó hann flaggaði því sama þá. Þannig að fjöldinn segir ekki alveg allt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 28.4.2008 kl. 01:06

10 identicon

Ég er búinn að vera í sjálfstæðisflokknun í 18 ár og ég veit alveg hvernig þetta gengur fyrir sig  Bjartmar, Þetta flokkast EKKI undir daglega umsýslu sem betur fer, Guð hjálpi okkur ef þetta yrði daglegt brauð.

Reyndar er ég ALVARLEGA að spá í að segja mig úr þessu annars ágæta flokki og draga mjög marga með mér eins og ég hef dregið í flokkinn.

Glanni (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 01:44

11 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Rauði þráðurinn í allri umræðu Stefáns um þessi mótmæli er á þann veg að fólk eigi í raun að þakka fyrir það sem til þeirra er hent, en sætta sig við ofbeldi og eiturefnaárásir ella.

Það var ekkert, nákvæmlega ekkert sem réttlætti það ofbeldi sem lögreglan beitti mótmælendur við Rauðavatn. Þó sýnist mér Stefán vera talsmaður þess að þetta hafi verið óumflýjanleg aðgerð af hálfu lögreglu.

Hefðu rafbyssur og árásarhundar verið sjálfsögð viðbót við skildi, kylfur og efnavopn eins? Dómsmálaráðherra virðist telja svo vera.

Þeir sem fyrirskipuðu þessa árás eru ekki starfi sínu vaxnir og þeir sem telja hana sjálfsagða refsingu fyrir mótmælin mega skammast sín.

Ísland á ekkert erindi í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ef þetta er einróma viðhorf ríkisstjórnarinnar. 

Sigurður Ingi Jónsson, 28.4.2008 kl. 11:22

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Sérstaklega vil ég þakka Bjartmari fyrir gott innlegg.

Vil benda Sigurði Inga á að ég hafði samúð með málstað bílstjóranna í upphafi og gaf þeim góðan séns á að vera með almennileg mótmæli og koma sínum málstað á framfæri. Þeir hafa klúðrað þessum mótmælum alveg sjálfir og hafa farið langt fram úr sjálfum sér. Sé mér ekki fært að bakka þessa vitleysu þeirra upp eftir það sem gerst hefur síðustu dagana.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.4.2008 kl. 11:41

13 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Stefán, það er rétt að vitna í Voltair í þessu samhengi því mér virðist þú réttlæta aðgerðir lögreglu með andúð þinni á málstað og/eða aðferðarfræði mótmælenda.

Það væri því ekki úr vegi að þú útskýrðir hvað þér þykja vera "almennileg" mótmæli.

Í mínum huga hafa atvinnubílstjórar verið með friðsamleg mótmæli, sem mætt hefur verið með ofbeldi af hálfu valdstjórnarinnar.

Allt tal um að þeir hafi skapað almenna hættu er orðum aukið og þeim sem það fullyrða til vansa. 

Flokksbróðir þinn og formaður alsherjarnefndar, Birgir Ármannsson, sýndi af sér dæmalausan hroka þegar hann sagðist ekki sjá ástæðu til að halda fund í alsherjarnefnd þar sem að hann taldi að lögreglan hafi gert það sem henni bar við þetta tilefni. Honum ber þó að halda fund vegna þess að þrír stjórnarandstöðuþingmenn fóru fram á það. Hefði ekki verið nær fyrir hann að halda þessum skoðunum fyrir sig þar til nefndin var búin að funda?

Þetta virðist vera lærð hegðun meðal núverandi fulltrúa kjósenda Sjálfstæðisflokksins á þingi. Það er ekki eins og þeir hafi unnið fyrir drambsemi með góðri efnahagsstjórn. 

Sigurður Ingi Jónsson, 28.4.2008 kl. 12:49

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Finnst þér virkilega, Sigurður Ingi, að bílstjórarnir hafi engin mistök gerð síðustu vikuna? Hvernig líst þér á talsmanninn Sturlu? Finnst þér hann hafa dekkað sitt hlutverk vel?

Hef farið yfir mína afstöðu dag frá degi í þessu máli. Segi mínar skoðanir fyrst og fremst. Get ekki séð að bílstjórarnir hafi gert þetta vel. Þeir fóru af stað með málstað sem hefði getað hlotið stuðning meginþorra landsmanna. Þeim tókst að klára sig af algjörlega með eigin verklagi.

Fyrst fannst mér eðlilegt að þeir kæmu með statement um sinn hag en þeir tóku þetta of langt. Var illa skipulagt og almennt illa gert. Þeim tókst frekar fljótlega, ótrúlega fljótlega, að pirra almenning í umferðinni. Ferðin til Bessastaða var auðvitað algjört rugl og mótmælin við Rauðavatn fóru algjörlega úr böndunum. Þar vantaði alvöru leiðtoga í hópinn, fyrir það fyrsta.

Pétur Tyrfingsson ritaði góða grein um mótmæli og baráttuaðferðir um daginn. Held að þú ættir að lesa það.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.4.2008 kl. 13:50

15 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Stefán, ég er alveg sannfærður um að mótmælendur hafi gert mistök í sínum mótmælum, einmitt vegna þess að þá skorti skipulag og lokamarkmið.

Ekkert af því breytir skoðun minni á þínum skrifum. Þau virðast öll hallast að því að ofbeldi með bareflum og efnavopnum af hendi óeirðalögreglu sé sjálfsagt framhald gegn viðvaningslegum mótmælum ef þau ná að pirra ráðamenn.

Hverju mega kennarar og hjúkrunarfræðingar eiga von á ef yfirvofandi verkfall þeirra nær að pirra einhverja í ríkisstjórninni?

Ég tek undir hvert orð sem Pétur Tyrfingsson segir í pistli sínum og sérstaklega það sem hann ritar um aðgerðir lögreglu:

Auðvitað er lögreglan ábyrg fyrir ofbeldinu í dag og það er ástæða til að hafa áhyggjur af þessum sérkennilega töffaraskap og vænisýki sem þar ríður húsum. Mér líst nú ekkert á það ef ég á að segja eins og er.

Ég hef, hins vegar, hvergi séð þig gagnrýna þessa misbeitingu á lögregluvaldi.

Sigurður Ingi Jónsson, 28.4.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband