Lýst eftir ungu fólki

Mér finnst það eiginlega orðið sláandi hversu algengt er orðið að auglýst sé eftir ungu fólki, flestu á aldrinum 13-17 ára. Eftir nokkra klukkutíma eða einhverra daga leit finnast krakkarnir eða koma sjálf heim oftast nær. Eflaust eru margar langar sögur á bakvið hvert tilfelli. En það er ekki hægt annað en hugsa aðeins þegar að það gerist að jafnvel fjöldi ungmenna hverfi á skömmum tíma og spyrja sig að því hvað sé eiginlega að gerast í samfélaginu, hvort að þau séu í einhverri ógæfu eða vilji hreinlega fara að heiman vissan tíma.

Svosem eru það engar nýjar fréttir að fólk hverfi. Stundum hefur eitthvað gerst, slys eða aðrar aðstæður, sem valda því að ungt fólk kemur ekki heim. Þegar að óregla eða ógæfa dynur yfir hefur það gerst að ungt fólk er komið í svo mikið öngstræti að það stingur af, lætur sig hverfa. Það er ekki nema von að spurningar um hvert tilfelli vakni. En mér finnst þetta farið að gerast svo oft, jafnvel að leitað sé dögum saman að ungu fólki.

Vonandi mun ganga vel að finna þessa stelpu. Hlýtur að vera skelfilegt að vera í þeirri stöðu að eiga ættingja sem finnst ekki og ekki er hægt að ná sambandi við. Gildir þá einu hverjar aðstæðurnar eru, enda er mjög óþægilegt og dapurlegt að eiga ástvin sem finnst ekki og það hlýtur að vera skelfilegt að horfast í augu við.


mbl.is Lýst eftir stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Örn Eiríksson

ÓTENGT MÁLI ÞESSARAR STÚLKU:

Þá brá ég út af laginu sem vel hagaður unglingur og skrapp í partý í Breiðholtinu  með vini mínum sem stundar partý ákaft, hann er fæddur 1992 og ég 1991, ég drekk ekki svo ég man vel eftir þessu, en það gerðu sennilega fæstir.

Þarna voru 19-25 ára karlar en stelpurnar voru aldrei eldri en 17, og ein sem ég hitti var akkurat 13 ára, í fremur annarlegu ástandi.

Mér bjóð við þessu og ég mun aldrei nokkurntíma fara í partý aftur meðan ég telst unglingur.

En í þeirra augum er þetta sjálfsagt.

Það má minnast á það að þetta var á sunnudagskvöldi fyrir skóladag, og samræmd próf fyrir þá fædda 1992 þarnæsta dag.

Vonum að þessi stúlka sé ekki á þessu róli og finnist fljótt óhult, 

Sævar Örn Eiríksson, 30.4.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband