Jón Gunnarsson hættir í stjórnmálum

Jón Gunnarsson Jón Gunnarsson, alþingismaður, hefur ákveðið að hætta þátttöku í stjórnmálum í kjölfar úrslita prófkjörs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Í prófkjörinu féll Jón í fimmta sætið, en hefði fengið það sjötta vegna kynjakvóta. Það var ljóst nær alla talninguna í gærkvöldi að Jón hefði misst þingsæti sitt og hefði verið í varamannsframboði hefði hann tekið sjötta sætið.

Jón er þriðji þingmaður Samfylkingarinnar sem fellur í prófkjörum flokksins. Anna Kristín Gunnarsdóttir féll í óöruggt sæti í prófkjörinu í Norðvesturkjördæmi og Valdimar Leó Friðriksson, sem varð þingmaður við afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar fyrir rúmu ári, fékk mikinn skell í Suðvesturkjördæmi.

Jón hefur setið á þingi frá þingkosningunum 2003, en hann komst inn á þing með dramatískum hætti undir lok talningar á utankjörfundaratkvæðum sem gerðu það að verkum að Ingibjörg Sólrún datt út sem jöfnunarmaður í Reykjavík en Jón komst inn fyrir Samfylkinguna sem jöfnunarmaður í Suðri.

Enginn fulltrúi Suðurnesja komst í fimm efstu sætin í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, svo að væntanlega eru úrslitin mikið áfall fyrir flokksmenn þar, sem hafa misst þingmann við þessa stöðu mála, en ætti að styrkja aðra flokka þar.

Ég skil Jón vel að vilja fara út við þessar aðstæður. Þingsætið er tapað og eftir litlu að berjast. Enginn fulltrúi Suðurnesjamanna í fimm efstu sætum og minnist Jón vel á í viðtali við RÚV að þrír fulltrúar Vestmannaeyja séu í efstu fimm, Lúðvík, Róbert og Guðrún, sem færist upp fyrir Jón.

mbl.is Jón Gunnarsson hættir í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband