Ted Kennedy með illkynja heilaæxli

Edward Kennedy Tilkynnt var nú fyrir stundu að Ted Kennedy, öldungadeildarþingmaður í Massachusetts og bróðir John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna, væri með illkynja heilaæxli. Hann hefur dvalið á sjúkrahúsi í Boston síðan á laugardag, eftir að hann fékk flog á heimili sínu í HyannisPort og hefur undirgengist fjölda rannsókna sem hafa nú skilað niðurstöðu.

Í fyrstu var talið að Kennedy hefði fengið heilablóðfall, svipað því og faðir hans fékk árið 1961, en svo reyndist ekki vera. Athygli fjölmiðla hafði þó vakið að ekkert var tilkynnt um hvenær hann myndi geta farið heim af spítalanum, sem gaf til kynna að veikindin væru mun alvarlegri en gefið væri til kynna. Staðfesting þessa kom nú síðdegis og er öllum ljóst að mjög ólíklegt er að Kennedy eigi afturkvæmt til vinnu.

Ég skrifaði ítarlegan pistil um Ted Kennedy um helgina og ég bendi á hann hér með.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband