Tjaldsvæðabaráttan heldur áfram - flott hjá SUS!

Tjaldsvæði Ég er mjög ánægður með að Samband ungra sjálfstæðismanna ætlar að fylgjast vel með þeim sveitarfélögum sem ætla að banna sjálfráða fólki að tjalda. Mér finnst það afleitt þegar að yfirvöld vilja meina sjálfráða fólki að tjalda á stórhátíðum á þeirri forsendu einni að kannski minnki fylleríið og ástandið verði betra með því. Eitt er að banna ólögráða ungmennum að gista á tjaldsvæðunum en þetta er mun verra.

Fyrir ári gagnrýndi ég mjög sambærilega ákvörðun bæjaryfirvalda hér á Akureyri, en hún varð mjög umdeild og ég er enn sannfærður um að þar hafi feilspor verið stigið sem ekki var þeim til frægðarauka og var illa að því staðið að öllu leyti. Ég hef hvergi á nokkrum vettvangi sem ég hef fylgst með og heyrt rökstuðninga með og á móti þessum fáránlegu aldurstakmörkum heyrt þeirri spurningu svarað af hverju mörkin voru sett við 23 ára aldur. Af hverju ekki 22 ára, nú eða 24 ára, eða kannski 25 ára? Talan er beinlínis fáránleg.

SUS hefur allt frá sambandsþinginu á Seyðisfirði síðasta haust minnt á afstöðu sína með áberandi hætti. Þá var harðorð ályktun gegn ákvörðun Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, bæjarstjóra hér á Akureyri, samþykkt, skömmu eftir hátíðina um verslunarmannahelgina. Mikilvægt er að hún og bæjaryfirvöld séu minnt á afstöðu SUS til málsins aftur nú. Enda mikilvægt að gera það, þar sem styttist í verslunarmannahelgina að þessu sinni og enn ekki verið ákveðið hvernig staðið verður að málum að þessu sinni.

Mikla athygli vekur að öll sveitarfélögin; Akureyri, Akranes og Eyjafjarðarsveit, eru undir forystu Sjálfstæðisflokksins og bæjar- og sveitarstjórar þar allir flokksbundnir í Sjálfstæðisflokknum. Þess þá meiri ástæða er til þess að SUS sendi þeim harðort bréf og minni þá á stefnu þess flokks sem þau eru sjálf öll í.

mbl.is SUS mótmælir aldurstakmarki á útihátíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil nánast aldrei sjálfstæðismenn nema einmitt þá ungu

Elías (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ætla Sussarar ekki að hafa eftirlit með þeim einkaaðilum og félagasamtökum sem reka tjaldsvæði og beita sömu reglum ???

Stebbi þú leyfir bara sem flesstum að tjalda á lóðinni hjá þér....það er ekki bannað að leyfa mönnum það.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.6.2008 kl. 13:27

3 identicon

Þeir einstaklingar og félagasamtök sem reka tjaldsvæði gera það undir samningi við viðkomandi sveitarfélag.  Ef verktaki treystir sér ekki í verkið fyrir aumingjaskap á einfaldlega að fá annan aðila í málið, þetta er ekki  flókið.  Veit að ef ég væri með aðila í vinnu sem ekki getur sinnt sínu starfi þá myndi ég reka hann.  En skátarnir á Akureyri virðast komast upp með furðu margt.  Og svo væri nú gott að fá útskýringu á því frá Jóni Inga af hverju mörkin voru dregin við 20 ár, það er jú ekki í neinu samræmi við landslög.  Getur hann svarað því?  Eða hefur hann ekki dug til þess?

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 20:25

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þekki ekki málið og hvað réði 20 ára aldurstakmarkinu...frekar en það er 25 ár í Eyjafjarðarsveit og 23 ár í Húsafelli... þetta er með ýmsu móti um allt land og víða eru tjaldsvæði sem eru í eign bænda og annarra einstaklinga og þar gilda ýmis aldurstakmörk og reglur sem rekstraraðilar setja sjálfir. Ég sé ekki neina ástæðu til að ráðast á skátana á Akureyri sérstaklega þess vegna. Það sem Bjarki segir sýnir að hann veit lítið um þessi mál og sér heiminn út um sitt þrönga nálarauga

Jón Ingi Cæsarsson, 15.6.2008 kl. 11:19

5 identicon

Það er ekki hægt að bera saman reglur á tjaldsvæðum sem eru í eigu einkaaðila og opinberra aðilla, hélt að Jón vissi það.  Varðandi mína þröngsýni þá sé ég ekki betur að hans nálarauga sé þrengra þar sem í því situr drulla fordóma gagnvart þeim sem vilja sækja bæinn heim eiga eiga hér góða daga.  Svona uppákomur hafa gífurlegt gildi fyrir bæinn hvað ímynd hans varðar, fólk sem hefur komið hérna á t.d. bíladaga á margar góðar mynningar og er jákvætt gagnvart Akureyri, þetta tjaldsvæðabull er að skaða bæinn og álit annara á honum.  Það er náttúrulega það sem gömlu afturhaldskommarnir vilja, þá geta þeir verið í friði hérna á með fólkið fer annað.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband