Ísbjarnarblús á Skaga - kemst bangsi heim?

Ísbjörn á Skaga Mikið hefur verið rætt og ritað um ísbjörninn á Skaga og hver örlög hans eigi að vera. Eftir lætin fyrir hálfum mánuði er hið rétta að láta reyna á að fanga hann og flytja hann í burt. Þá er hægt að ræða fyrst af alvöru hvað gera eigi í slíkum málum í kjölfarið. Finnst reyndar hið merkilega að engin áætlun var til í svona málum og algjört ráðaleysi þegar ísbjörninn kom í fyrra skiptið á þessu sumri.

Mesta kaldhæðnin í þessu er þó sú að eiginlega er ekki verið að bjarga bara þessum ísbirni heldur stjórnmálaferli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra. Hún á mjög mikið undir því að málið klárist farsællega. Þórunn var mjög vandræðaleg í ísbjarnarmálinu fyrra og vissi varla í hvorn fótinn ætti að stíga, leit ekki vel út sem ráðherra og virkaði bæði klaufaleg og flumbruleg.

Enda er greinilegt að margir Samfylkingarmenn eru orðnir langþreyttir á klúðrinu í henni - andstaðan við hana kemur vel fram í nýjasta riti vinstriblaðsins Herðubreiðar, ef marka má fréttir. Greinilegt er að flokksfélagar Þórunnar hafa orðið fyrir vonbrigðum með ráðherraferil hennar. Fyrir Þórunni verður því björninn að lifa og þetta er björgunaraðgerð fyrir stjórnmálaferil hennar mun frekar en dýrið. Eðlilega var því reynt að taka á málinu með öðrum hætti en síðast.

Þessi ísbjarnarblús verður spennandi á morgun þegar að "björgunaraðgerðin mikla" hefst á Skaga fyrir alvöru. Væri gaman að vita hvernig þeim líður sem stendur vaktina yfir dýrinu í nótt. Og nú fer bangsi í ný heimkynni í boði Björgólfs Thors. Fær þó sennilega ekki flugferð í einkaflugvél Björgólfsfeðga. Mikið PR fyrir feðgana, ætli Baugsfeðgarnir sjái ekki eftir að hafa ekki boðið í verkið, jafnvel betur.

En fer bangsinn virkilega heim. Á að senda hann í dýragarð og geyma hann þar? Hvað varð um allt hástemmda talið um að senda hann "heim" til sín? Svolítið fyndin yfirborðsmennska undir öllu glamrinu.

En já, aumingja Þórunn. Vonandi nær hún að klára þetta mál með sóma. Björgunaraðgerðin "Björgum Bangsa og Þórunni" verður eflaust aðalfréttaefnið á sautjánda júní þetta árið.

mbl.is Ísbjörninn rólegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammál þessu Stefán Friðrik/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.6.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Anna Guðný

Mér finnst líka alveg stórmerkilegt og eiginlega alveg fáránlegt að ekki skuli hafa verið til áætlun um hvernig ætti að bregðast við í svona málum. Það er ekki eins og þetta sé í fyrsta skipti í sögunni á ísbjörn gangi á land. Eflaust allir flokkar búnir að vera í sjórn og ekki í stjórn. Get því miður ekki séð að það hafi breytt nokkru í þetta skiptið. En vonandi taka menn sig til og gera svona alvöru áætlun svo þetta sé ekki að koma okkur á óvart eina ferðina enn. Því við eigum eftir að fá fleiri ísbirni á land , það er nokkuð augljóst.

Anna Guðný , 17.6.2008 kl. 01:01

3 identicon

Þetta er yfirborðsmennska af hæstu sort, yrði endalaust fyndið/sorglegt ef hann myndi síðan enda í dýragarði.

Vona að náttúruvernd fari nú að taka á sig lógíska mynd, þetta er náttúrulega bara fáranlegt hvernig orðið er.

whatever (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 04:05

4 Smámynd: Bumba

Ég held ég fari nú bara að halla mér frændi. Gleðilega hátíð. Held ég baki nú bara pönnukökur svona til tilreytingar. Með beztu kveðju.

Bumba, 17.6.2008 kl. 07:41

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi minn... þér er ekki alls varnað... ætlar þú að reyna að gera ísbjarnarmálin flokkspólitísk... mér finnst þú nú heldur hallærislegur núna.

Allir sérfræðingar....þá er ég að tala um sérfræðinga en ekki sjálfskipaða sérfræðinga eins og þig... voru sammála um að í stöðunni var ekkert annað að gera en fella dýrið síðast. Það er umhverfisstofnun sem tekur slíkar ákvarðanir en ekki ráðherra.... bara svo þú vitir það.

Í þessu máli sem nú er í gangi óttast ég mest að dýrið endi í dýragarði.... ef svo á að fara vildi ég frekar að það yrði fellt...enda nýtast dýr lítt náttúrunni lokuð í búrum í Köben

Jón Ingi Cæsarsson, 17.6.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já merkilegt mál Stebbi og áætlunin hefur verið ósköp einföld frá því að ég man eftir mér, "ef ísbjörn fer á land skal hann skotinn.". Ég man eftir einu slíku máli í Fljótunum og held ég að engum hafi dottið í hug að flytja hann "heim" hvar sem það nú er. Þetta eru mjög hættuleg dýr og var það nú bara síðast á síðasta ári ef ég man rétt sem maður var drepinn af ísbirni á Svalbarða, þannig að af þeim stafar raunveruleg lífshætta fyrir fólk.

En já sérstakur sérfræðingur frá dönskum dýragarði og Operation ísbjörn í boði Björgólfsfeðga og datt mér það sama í hug og þú nefnir, hann Ófeigur lendir kannski bara í dýragarði í Kaupmannahöfn og það á sjálfan þjóðhátíðardaginn. 

En við fylgjumst með aðgerðunum í dag.

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.6.2008 kl. 10:18

7 identicon

Vel má að ísbjarnarbjörgunaráætlunarleysið sé bæði stórmerkilegt og fáranlegt en hafa ber í huga að nærri tveir áratugir eru liðnir síðan svona lagað gerðist síðast.  Mig grunar að stjórnkerfið hafi verið að glíma við önnur og brýnni viðfangsefni á þessum tíma.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 11:45

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Herdís: Takk fyrir gott komment. Verður fróðlegt að sjá hvort bangsi komist "heim".

Jón: Takk fyrir góð orð frændi. Gleðilega hátíð.

Jón Ingi: Samfylkingarmenn eru sjálfir að gera þessi mál flokkspólitísk. Lestu bara vinstriritið Herðubreið þar sem forsíðugreinin er ein árás á Þórunni Sveinbjarnardóttur.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.6.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband