Blóðrauður ísbjarnarblús á Skaga

Ísbjörninn að Hrauni Þrátt fyrir að mikið væri lagt á sig til að bjarga birnunni að Hrauni á Skaga var hún felld síðdegis í kastljósi fjölmiðla, rétt eins og félagi hennar fyrir hálfum mánuði. Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sem hafði pólitískt mikið undir í málinu reyndi allt til að koma betur út og sneri meira að segja úr fríinu á einkaflugvél á staðinn. Þarna átti að spila vel úr málum, en allt rann í sandinn.

Væntanlega var ekkert annað hægt að gera. Sennilega var allt tal um að svæfa birnuna og flytja hana burt, hvort sem væri í dýragarð eða til síns heima draumórar frá upphafi þrátt fyrir að allt væri gert, sérstaklega út frá pólitískum sjónarhóli til að reyna að bjarga því sem bjargað væri fyrir birnuna og ráðherrann sem fékk yfir sig væna gusu af neikvæðni og ádeilu frá eigin flokksfólki rétt eins og öðru fólki í samfélaginu og kom illa fyrir þar að auki.

Ef marka má fréttir var dýrið mjög illa sært og ekki vel á sig komið og hefði ekki þolað flutning frá svæðinu. Þetta voru því endalok sem voru óumflýjanleg. Fagaðilar sem best til þekkja halda því allavega fram og eðlilegt að taka mark á því, burtséð frá því hvað kemur öðrum vel á þessari stundu, eða í tali þeirra sem helst hafa talað fyrir björgun. Ekki gengur að hafa svona dýr laust í náttúru Íslands og þetta því eðlileg endalok. Allt var þó reynt en það var ekki nóg.

En væntanlega er þetta hámark hinnar pólitísku óheppni fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur. Á hálfum mánuði hafa tveir ísbirnir dáið á hennar ráðherravakt og náttúrusinnar kenna henni greinilega mjög um. Svo þegar að hún telur sig geta snúið ógæfunni við snýr hún aftur úr fríinu á einkaflugvél og ætlar að fanga stemmninguna til að vera bjargvættur dýrsins. Allt fer svo á annan veg en ætlað var. Ekki nýtur Þórunn sviðsljóssins í kvöld sennilega.

Þessi blóðrauði ísbjarnarblús er nett fíaskó fyrir ráðherrann. En væntanlega var ekkert annað hægt að gera. Svo fer sem fer, sagði forðum.

mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Þórunn hefur staðið sig með sóma í báðum þessum málum.

Í fyrra skiptið vorum allir óviðbúnir og ekki hægt að bregðast við áður en hættuástand skapaðist en í þetta skiptið voru aðstæður betri og engu til sparað til að reyna að bjarga dýrinu.

Hins vegar er staðreyndin sú að þetta eru stórhættuleg dýr og ef hætta stafar af þeim að þá þarf að skjóta þau, þó svo misvitrir bloggarar æsi sig og telji sig alltaf vita betur. 

Ingólfur, 17.6.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Veldur hver á heldur.segir máltækið/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.6.2008 kl. 21:21

3 identicon

Æji hættu þessu tuði um umhverfisráðherrann.  Pólitík kemur þessu máli ekkert við.  Mér sýnist yfirvöld hafa reynt að gera sitt besta til að bjarga birnunni.  Varðandi björninn sem var felldur um daginn þá má eflaust gagnrýna meðferðina á því máli en plís, slepptu pólitíkinni!.         

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 21:26

4 identicon

Kannski er ég svona svakalega barnslega einfeldningur ... en hvernig í ósköpum er hægt að klína þetta mál sem ljóður á ferli Þórunnar?  Hvað viltu að manneskjan geri, segi af sér?  Á að rjúfa stjórnarsamstarfið? 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 21:29

5 identicon

Skynsamlega mælt hjá þér, Stefán! Reyndar merkilegt hvernig sumum hefur tekist að gera ísbjarnablúsinn á Skaga að pólítísku máli. Satt að segja finnst mér þurfa ævintýralegt hugmyndaflug í slíkt!

-sbs

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já svona fór um "sjóferð þá" ekki fór Birna blessunin í danskan dýragarð á þjóðhátíðardaginn. Ekki kæmi mér á óvart að við ættum eftir að sjá fleiri ísbirni á næstunni, spurning hvort maður taki haglarann ekki bara með sér í útileguna á Strandirnar .

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.6.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er enginn sómi að þessu hvítabjarnardrápi. Sjá örpistil minn: Svei þeim að drepa hann

Jón Valur Jensson, 17.6.2008 kl. 23:56

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það hefur nú komið í ljós að þegar litið var í veski Birnu á Skaga að hún var flokksbundin Sjálfstæðismaður. Það skýrir af hverju Stebbi er sífellt að blanda flokkspólitík í þessi mál.

Stebbi minn.... reyndu að skilja að þú gerir þig hlægilegan með þessum pistulum

Jón Ingi Cæsarsson, 18.6.2008 kl. 00:10

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Stend við mín skrif. Það er enginn vafi á því að staða Þórunnar veiktist vegna drápsins á Einbirni og það var henni mikilvægt að standa sig betur með Tvíbjörn. Þess vegna kom hún heim með einkavélinni og vildi vera í sviðsljósinu. Sorrí, en þessi útúrsnúningur ykkar sumra hér er hlægilegur. Gengur betur næst. Og Jón Ingi, ég hef sýnt það mjög vel hér að ég get vel skammað sjálfstæðismenn og látið þá heyra það. Þessi gamla plata þín um sjálfstæðismenn og skrifin hér er orðin helvíti gömul og leiðinleg.

Takk fyrir kommentið Herdís mín. Verður gaman að sjá hvort við fáum fleiri birni. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.6.2008 kl. 00:14

10 Smámynd: Árni Árnason

Ég er á því að Þórunn tók rétt ákvörðun í fyrra skiptið, við vorum engan veginn tilbúin í björgunaraðgerðir. Núna með þennan var reynt að bjarga honum en menn vissu að þetta væri tvísýnt. Ég verð nú að segja að Þórunn kemur ekkert illa út úr þessu. Stjórnmálamenn þurfa oftar en ekki að taka ákvarðanir sem eru umdeildar og að hika á slíkum stundum getur komið illa niður á þeim. Ég er með greinilega kalt hjarta í þessu máli því ég vil að svona dýr séu skotin um leið og menn verða þeirra varir. Við getum ekki búið í sátt og samlyndi við þau og vesenið við að bjarga þessu og kostnaðurinn sem af því hlýst er ekki þess virði að mínu mati. En hvað um það þá styð ég þig til dáða hérna á blogginu - við höfum jú öll rétt á okkar skoðunum

Árni Árnason, 18.6.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband