Runólfur segir upp á Bifröst - Bryndís rektor

Runólfur Ágústsson Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur beðist lausnar frá störfum frá 1. desember nk. Vindar hafa blásið um skólann síðustu daga vegna persónu Runólfs og fylkingar nemenda með og á móti rektor myndast með áberandi hætti í kastljósi fjölmiðla. Staðan var orðin óviðunandi og gat varla endað með öðruvísi hætti. En Runólfur hefur unnið þessum skóla mikið gagn og flestir virða þau verk, þó á móti hafi blásið og starfsferli hans sem rektors hafi lokið með frekar leiðinlegum hætti.

mynd Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor og fyrrum alþingismaður, hefur verið sett tímabundið sem rektor Háskólans á Bifröst frá 1. desember að telja. Mjög líklegt verður að teljast að Bryndís verði rektor og verði ráðin formlega til starfa síðar.

Bryndís var á síðasta ári ráðin til starfa að Bifröst sem forseti lagadeildarinnar þar. Þá lauk þingmannsferli hennar, en hún var alþingismaður Alþýðubandalagsins og Samfylkingarinnar á árunum 1995-2005 og var þingflokksformaður Samfylkingarinnar 2001-2004.


mbl.is Bryndís Hlöðversdóttir tekur við sem rektor tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband