Hálendisbjörninn reyndist vera hestur

Hestur Jæja, þá er búið að blása af kenninguna um hálendisbjörninn á Hveravöllum. Hálendisbjörninn varð að meinlausu hrossi við nánari athugun, ekki mikil þörf á að hræðast hann. Fannst þessi saga fyrst og fremst fyndin þegar hún var fyrst sett fram í gær, hljómaði fjarstæðukennd og sem hálfgerður farsi eftir allt sem gekk á þegar Einbjörn og Birna á Skaga komu fyrr í þessum mánuði.

Eiginlega er ekki laust við að visst móðursýkisástand hafi ríkt í samfélaginu eftir að sumar bjarnanna hófst og þessar skepnur björguðu fréttagúrkunni fyrir fréttamönnum og okkur fréttafíklunum. Sögurnar um hversu hættulegir birnirnir eru og hvort að hægt sé að veiða þá hafa verið ráðandi í umræðunni og allir virðast vera orðnir ísbjarnasérfræðingar allt í einu. Þeir sem vildu bjarga björnunum voru allt í einu vissir um að þetta væru ekki svo hættulegar skepnur.

En jæja hesturinn á Hveravöllum fær sínar fimmtán mínútur af frægð. Hefði samt bjargað fréttagúrkunni aftur að fá einn ísbjörninn enn í sviðsljósið - fréttamenn gráta eflaust fréttatækifærið sem hálendisbjörn hefði fært þeim svona um hásumarið þegar að Einbjörn og Birna á Skaga skipta ekki lengur svo miklu máli.

mbl.is Kom ísbjörn upp um hestana?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hver var viss um að ísbirnir væru ekki hættulegar skepnur?

Vésteinn Valgarðsson, 21.6.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Til dæmis Magnús Þór Hafsteinsson. Það voru reyndar miklu fleiri sem töldu að það væri jafnvel hægt að leiða skepnuna inn í búr og fljúga með hana í burtu. Svona eins og að kalla á hundinn sinn heim með flauti.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.6.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband