Dramatík í Vín - ævintýralegur sigur Tyrkja

Semih Senturk Næsta víst er að þjóðarsorg er í Króatíu eftir að Tyrkjum tókst að slá þá út úr EM með ævintýralegum hætti fyrir stundu, eftir framlengingu og vító. Þvílík dramatík og spenna - frábær leikur. Þegar Króatar voru farnir að fagna sigri eftir mark á lokamínútu framlengingar náði Semih Senturk að jafna og halda Tyrkjum inni í leiknum. Tóku svo vító með bravúr.

Króatar voru alveg eins og sprungin blaðra eftir mark Senturk og fundu ekki fjölina í vító, klúðruðu þrem vítaspyrnum og færðu Tyrkjum sigurinn, sem þeir áttu svo sannarlega skilið eftir þennan dramatíska lokakafla. Fannst eins og æðri máttarvöld væru með Tyrkjum og stýra þeim í gegnum leikinn. Hvað er annars hægt að segja eftir svona leik? Mögnuð frammistaða. Lið sem nær svona endaspretti getur farið mjög langt.

EM-sumarið hefur verið stórskemmtilegt. Hef horft á flesta leikina, ekki getað séð þá alveg alla. En þetta er pottþétt kvöldstund og spennandi leikir framundan á næstu dögum. Finnst Sjónvarpið haf staðið sig vel með EM-umfjöllunina. Þorsteinn J. og spekingar hans að brillera með fínan pakka. Ekki hægt að hafa þetta betra. Á morgun er svo meiri spenna þegar Hollendingar og Rússar mætast.

Finnst Hollendingar vera með skemmtilegasta lið mótsins, verið stjörnur þess það sem af er. En fyrst verða þeir að leggja Rússa og svo annaðhvort Spánverja eða Ítali. Fróðlegt að sjá hvernig það gengur. Hef alltaf haldið með Þjóðverjum svo ég vona að þeir nái að slá á tengsl Tyrkjanna við æðri máttarvöld í næstu viku.

mbl.is Tyrkir unnu í dramatískum leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er ein mesta spenna sem eg hefi séð og heyrt/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.6.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Sema Erla Serdar

TURKIEY!! klárlega bestir næst tökum við þjóðverjana... með alla leikmenn á gulum spjöldum og nokkra í banni eða meidda

Sema Erla Serdar, 20.6.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband