Klúðrið í Árna Johnsen

Árni Johnsen Árni Johnsen varð sjálfum sér til skammar í vikunni með ummælum sínum á þriðjudag um að afbrot hans á árinu 2001 hefði verið tæknileg mistök. Þar klúðraði Árni hinu gullna tækifæri til að sýna marktæka iðrun á afbrotum sínum og sýna að hann hefði bætt rétt í hugsun, sem og gjörðum. Greinilegt er að Árni sér ekki eftir því sem hann gerði. Það er engin iðrun að mínu mati að kalla fjárdrátt og tengd brot tæknileg mistök.

Það er alveg greinilegt að þetta klúður í Árna Johnsen er ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og innkoma hans aftur í stjórnmálin mun ekki efla flokkinn. Í vikunni ályktaði SUS með afgerandi hætti um málefni Árna Johnsen eftir þessi heimskulegu ummæli sem hann lét falla á þriðjudag. Það var nauðsynlegt að senda þá ályktun frá sér og hún hefði orðið harðari hefði ég einn samið hana. Mér fannst Árni gjörsamlega klúðra góðu tækifæri til að endurheimta virðingu flokksmanna og stuðning þeirra eftir þetta prófkjör.

Það er greinilega engin iðrun frá syndaranum í þessu máli og það er engin eftirsjá eða neitt sem þar stendur eftir. Það er ekki bara óheppilegt fyrir Árna Johnsen heldur líka Sjálfstæðisflokkinn, sem þarf að sætta sig við endurkomu Árna eftir að sunnlenskir sjálfstæðismenn kusu hann þar aftur inn. Nú er orðið ljóst að borið hefur á úrsögnum úr flokknum vegna kosningar Árna í annað sætið í Suðurkjördæmi. Þetta hefur Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, staðfest í viðtali við Morgunblaðið.

Það var kannski varla við öðru að búast en að almennum flokksmönnum myndi blöskra framganga Árna Johnsen og sérstaklega hin dæmalausu ummæli hans á þriðjudag, sem mér fannst skelfileg í einu orði sagt. Allt tal um að fyrirgefa þessum manni fannst mér algjörlega út úr hött eftir þetta viðtal. Þar sem engin er iðrunin verður engin fyrirgefningin. Það er alveg deginum ljósara í mínum huga.

mbl.is Borið hefur á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum vegna ummæla Árna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sammála hverju orði.

Sigurjón, 18.11.2006 kl. 16:25

2 identicon

Nú er það ekki þannig að Árni hafi bara labbað beint inn í flokkinn að nýju, til þess þurfti hann að fá uppreisn æru og minnist ég þess eigi að æruna hafi Ólafur Ragnar endurreist, heldur tveir þriðju handhafa forsetavalds. Persónulega finnst mér að ef Árni hefði átt skilið uppreisn æru þá hefði Ólafur Ragnar átt að veita hana, því þar hefði ekki verið um að ræða neinn gjörning milli tveggja vina.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 17:10

3 identicon

Já, þetta "Árnamál" ætlar að verða nokkuð snúið, sérstaklega vegna þess hvernig maðurinn haga sér og er með, ja, vægast sagt heimskulegar yfirlýsingar.  Það er þó rétt að hafa eitt á hreinu.  Varðandi uppreist Árna þá var held ég ekket um neitt annað að ræða.  Um slík mál gilda alveg sérstök lög og alveg ákveðnar reglur og eftir því sem ég best veit þá uppfyllti Árni öll þau skilyrði sem til þurfti til þess að fá slíka uppreist.  Það hefði því verið hreint út sagt kjánalegt af handhöfunum að skifa ekki undir úr því að þetta kom inn á borð þeirra.  Mér er sem ég sjái hverning umfjöllunin hefði verið ef að þeir hefðu ákveðið að láta forsetan um þetta og ekki uppfyllt lagalega skyldu sýna, þá hefði verið hrópa að Sjálfstæðisflokkurinn væri ólýðræðislegur og gæti ekki hugsað sér endurkomu Árna vega fortíðarinnar.  En framkoma Árna gangvart flokksfélögum sínum og þjóðinni er ekki til þess að hrópa húrra fyrir.

Rúnar Þórarinsson (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 18:02

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég held að forseti Íslands hefði ekki komist að neinni annarri niðurstöðu en handhafar forsetavalds. Staðan var með þessum hætti bara. Ég tek því undir skrif Rúnars í einu og öllu. Árni var búinn að afplána sinn dóm og því var lokið. Það sem mér finnst stóra vandamálið núna er framkoma Árna sjálfs sem hreinlega eys olíu á eld alls þessa máls. Talsmáti hans í vikunni var honum mjög til skaða og ekki efldi það þau flokksbönd sem hann á í kjördæminu eftir að fjöldi fólks ákvað að gefa honum annað tækifæri. Mér finnst það skína í gegn að hann sér ekki eftir einu né neinu, það er stórt vandamál sem eftir stendur fyrir þá sem treystu honum í prófkjörinu og Árna sem persónu sem klúðraði góðu tækifæri til að biðja hreinlega afsökunar á brotum sínum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.11.2006 kl. 18:17

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Stefán Friðrik, "tengd brot" við fjárdráttinn voru meðal annars, skjalafals og múturþægni, ekki beint léttvægt og svo er reyndar runa af öðrum brotum sem hann var dæmdur fyrir í hæstarétti. Það er ekkert skrýtið að fólk sé að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum enda getur heiðvirt fólk ekki kosið þennan flokk lengur, með spilltasta pólitíkus landsins í brúnni.

Spaugstofan tók og rúllaði honum upp áðan ásamt foringjanum Geir H. Haarde sem hefur sett niður í þessu máli, með því að lýsa yfir trausti forystu Sjálfstæðisflokksins við Árna Johnsen. Það voru stór og alvarleg mistök. Gott að SUS vilji vera samviska Flokksins í þessu máli en það dugar bara því miður ekki á meðan Árni Johnsen er ennþá þarna og hann mun aldrei iðrast. Jafnvel þó að hann verði neyddur til að segja það opinberlega. Hann fattar bara ekki að hann framdi glæp en gerði ekki bara einhver "tæknileg mistök".

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 18.11.2006 kl. 22:20

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Hlynur

Brot Árna voru ekki léttvæg. Það kom vel fram í ályktun stjórnar SUS í vikunni. Ég sit í stjórn SUS og stóð að þessari ályktun og er ánægður með hana. Það var hið eina rétta að skoðun stjórnarinnar í málinu kæmi vel fram. Ég er alveg óhræddur við að segja mínar skoðanir. Ég get ekki betur séð en að þessi bloggvefur sé engum háður nema mér sjálfum og því sem mér finnst um mál og ég tala hér alveg óhikað. Þetta er allavega lifandi vettvangur skoðana minna og ég hef áhuga á að skrifa og hika ekkert í þeim efnum. Ég hef allavega farið yfir mínar skoðanir á þessu Árnamáli mjög vel.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.11.2006 kl. 22:31

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já og þú átt heiður skilinn fyrir það Stefán Friðrik.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 19.11.2006 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband