FL Group - In Memoriam



Ekki er hægt að segja annað en skammlíf saga FL Group hafi verið ævintýri líkust - fallið mikla varð þó dramatískt rétt eins og tímabundin velgengni Hannesar Smárasonar. Fyrir nokkrum árum vildu allir verða eins og Hannes - þetta var aðallínan í skaupinu 2006. Frægðarsól hans hneig til viðar og FL Group fuðraði upp.

Fjöldi sérfræðinga í viðskiptum hafa sagt söguna alla í mörgum orðum og í löngum skrifum, analíseraða í botn. Myndklippan um FL Group er hinsvegar alveg frábær og segir alla söguna á örfáum mínútum. Skylduáhorf, hvorki meira né minna!

Væri sagan af þessu kvikmynduð, með einkalífi aðalsöguhetjanna með, væri þetta örugglega eins og Dallas með Ewing-fjölskyldunni í forgrunni í miðju olíubraskinu og sukkinu.

Kannski væri tilvalið að Stöð 2 próduseri seríu um þetta yfirgengilega rugl með Jóni Ásgeiri sjálfum í gestahlutverki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo er leyft, að gera árás á Krónuna, kauppa gjaldeyri að vild.

Hve skrítið er það, að gjaldeyriskaupin verða mest í kringum ákveðna tíma og aðila, hvert fara aurarnir eftir að krónur eru orðnar að Evrum og $?

Gæti það verið, að Camen Islands og aðrir svoleiðis staðir, hvar sjóðir eru óhultir fyrir ,,hnýsni" yfirvalda, fái að njóta Gullsins héðan??

Síðan eru venjulegir og sléttir brauðstritarar,látnir borga Verðtryggðar Krónur til banka sem hafa öll ráð í höndum sér, þar sem Höfuðstólar hækka að þeirra vild, það er, þeir geta ráðið gengi, og kosnaði við hvaðeina hér og þannig verðtryggingargrunninum Veðrbólgunni.

Þjóverjar mútuðu mönnum tila ð gefa upplýsingar um svona sjóði í Lux og víðar og jafnvel stjórnmálamenn sem ég tók áður mark á, töluðu um ,,ólöglegar" endurtek ,,ólöglegar" aðgerðir stjórnvalda til að rannsaka svik.

Og hvað heldur þú?  Afhauser ,,bankinn" sem var aðal ,,Kjölfestufjárefestir" í Búnaðarbankanum, einkavinir Ólafs í Samskipum og Finns Ingólfs, voru í upptalningunni í BÁÐUM ríkjunum sem listar fengust frá.

 Okkar ,,rannsakendur" eru krakkar nýskriðnir frá prófborði og kunna ekki trikkin og svo annar flötur á  þessu, þeir sem rannsaka á, eru stundum þeir einu á markaði hér, sem GETA GREITT EINHVER ALVÖRU LAUN fyrir menn í þeim geira sem eru að rannsaka málin þeirra og því mannlegt, að einhverjir leggi sig ekki alveg fram, með von um, að fá síðar jobb með góðum tölum.

Passa sig á mannlegum breyskleika.  Notta menn sem kunna trikkin í að skoða glæpina, það gera bæði Kaninn og Þjóðverjar.  Enda hristast menn af hræðslu, þegar minnstt er á fjármálaeftirlit og skattrannsóknir í þeim ríkjum.

Við búum í mannheimum.

Nú marka ég EKKI orð frá þessum pólitíkkusum okkar sem töluðu aðgerðir Þjóðverja niður og vona að þeir verði EKKI aftur ,,kjörnir fulltrúar" neins flokks.

Með kveðjum

Miðbæjaríhaldið

Gjör rétt, þol ei órétt.

Bjarni Kjartansson, 18.7.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: Jón Hreggviðsson

Flott, þó þetta sé nú varla broslegt. Er ekki næst að renna Stoðum undir fjárfestingafyrirtæki í NY? Það ku nokkrir vera búnir að fá sér Penthouse þar. Það þarf nauðsynlega nú að koma með "nýtt" fjármagn til U.S.A. núna vegna undirveðslánana þar. 

Jón Hreggviðsson, 18.7.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband