Afhending Gullkindarinnar

Gullkindin Í gærkvöldi var Gullkindin afhend, en það eru verðlaun sem eru sérstaklega veitt þeim sem taldir eru hafa staðið sig sérlega illa á árinu. Skemmtilegur húmor í þessum verðlaunum, finnst mér. Þetta kemur einmitt mátulega í kjölfar Edduverðlaunanna og öllu því glamúr og glysi sem einkenndi hana. Erlendis er það einna helst Razzie-verðlaunin sem vekja athygli af þessu tagi.

Silvía Nótt hlaut verðlaunin fyrir klúður ársins, en það var að sjálfsögðu Eurovision-ævintýrið, allt frá sigrinum hér heima í febrúar til skellsins mikla í þráðbeinni útsendingu frá Aþenu í maí er hún púuð niður, sem er einsdæmi í sögu keppninnar. Mikið ævintýri en líka mikill skellur er yfir lauk. Ekki furða að menn ætli að gera kvikmynd úr þessari ótrúlegu sögu. Það kom engum á óvart, held ég, að ég var sannspár í minni spá á mánudag um að Búbbarnir yrði valinn versti sjónvarpsþátturinn, enda átakanlega slappur. Plata Snorra úr Idol var valin versta plata ársins.

Verstu sjónvarpsmennirnir voru stjórnendur Innlits-Útlits á Skjá einum og fall Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur, ungfrú Heims 2005, við krýningu ungfrú Íslands 2006 þótti uppákoma ársins. Engum kemur á óvart að vafasamasti heiðurinn, sjálf heiðursverðlaunin, féllu Árna Johnsen í skaut. Engin tæknileg mistök þar.

Þetta er bara flottur húmor held ég, líst vel á þetta hjá X-inu FM. Gott mál.


mbl.is Silvía Nótt klúður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband