Courtney Love dömpar endanlega Kurt Cobain

Kurt Cobain Þegar að ég var unglingur var Kurt Cobain og Nirvana málið. Það var uppáhaldstónlistin mín á þeim árum. Ekkert sló við Nirvana. Það var rosaleg upplifun þegar að Nevermind var gefin út árið 1991 - rosalega góð plata og flottur toppur á glæsilegum ferli. Dúndur. Ein þeirra platna sem ég met mest. Er alltaf eðall á að hlusta. Þegar að hún kom út var það toppurinn - er það eiginlega enn að svo mörgu leyti. Cobain hafði mikil áhrif á heila kynslóð.

Þau áhrif náðu út fyrir gröf og dauða. Cobain fyrirfór sér árið 1994 og eftir stóðu lögin. Tólf árum eftir endalokin lifir minning hans og tónlistarinnar góðu lífi. Margar kjaftasögur ganga enn um samband Cobain og Courtney Love. Bæði lifðu þau hátt á sínum tíma, fallið varð mikið en Love lifir enn hærra en flestir. Er þekkt fyrir það. Flestir hafa alltaf talið að Cobain væri ást lífsins hennar, þrátt fyrir allt og allt. Sterkt samband en rosalega beitt og afgerandi. Lifandi var allavega lifað, hátt yfir öllum mörkum.

Finnst mjög merkilegt að Love telji leikarann Edward Norton ást ævinnar. Annars er Love ekki alveg normal á því, eins og flestir vita. Merkilegt að Cobain sé talinn besti vinur ævi hennar, þrátt fyrir allt sem gekk á. Ég hélt að þetta væri einmitt alveg hið gagnstæða. Mjög merkilegt bara, finnst mér. Fannst alveg skemmtilega villt að sjá myndina um þau skötuhjú fyrir nokkrum árum og ég hef reyndar lesið mikið um ævi Cobain. Stjörnuheimurinn er oft ansi feik og þar er lifað hátt.

En þetta eru merkilegar persónulegar uppljóstranir sem koma fram. Það má kannski segja að Courtney hafi endanlega dömpað Kurt Cobain. Kaldhæðnislegt alveg, merkilegt alveg.

En Nirvana-fíklar - hvert er uppáhaldslag ykkar með bandinu. Má til með að spyrja ykkur. Endilega kommentið. Mitt er Lithium. Smells Like Teen Spirit er líka eðall.

mbl.is Courtney Love segir Kurt Cobain ekki stóru ástina í lífi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Viðarsson

Ætli það sé ekki Polly. Lag sem heil kynslóð raulaði fyrir munni sér án þess að hafa hugmynd um hvað lagið var um. Gefið að Cobain bjó í bílnum sínum þegar Nevermind sló í gegn þá finnst manni skrítið að hann hafi verið icon heillar kynslóðar...eða hvað?

Sindri Viðarsson, 24.11.2006 kl. 09:08

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Polly er rosalega flott lag. Já, saga Cobain er mjög merkileg. Hann hafði ótrúleg áhrif á heila kynslóð meðan að hann lifði og jafnvel enn meiri en þær sem síðar koma, enda eru lög hans áhrifavaldar enn í dag, löngu eftir ævilok hans.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.11.2006 kl. 19:33

3 Smámynd: halkatla

ji það er erfitt að velja, ég dái in bloom. þegar ég var 12 ára uppgötvuðu allir í bekknum nevermind diskinn og ég er bara þokkalega sátt við tónlistarsmekk minnar kynslóðar. Það var bara svo mikil sorg þegar Kurt Cobain lést, hann var alger meistari en minning hans lifir. Courtney Love er dáldið átakanleg, ætli hún meini ekki að með Cobain var hún yfirleitt í vímu og hann hálfgerður djammfélagi og vinur en Norton er elskhuginn í lífi hennar? Ótrúlegt að þessi kona hafi verið með svona æðislegum mönnum, hún hlýtur að vera gersamlega frábær - í rúminu og sem vinur, hehehe

halkatla, 25.11.2006 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband