Gott rektorsval fyrir Háskólann í Reykjavík

Svafa Grönfeldt Það er gleðiefni að heyra af því að Svafa Grönfeldt hafi verið ráðin sem rektor Háskólans í Reykjavík. Hún tekur við rektorsembættinu þann 1. febrúar 2007 af Guðfinnu S. Bjarnadóttur, verðandi alþingismanni Sjálfstæðisflokksins, sem hlaut örugga kosningu í öruggt þingsæti á framboðslista flokksins í Reykjavík í prófkjöri í síðasta mánuði. Guðfinna hefur verið rektor HR frá stofnun árið 1998 og byggt skólann upp sem eina kraftmestu menningarstofnun í landinu.

Svafa er aðstoðarforstjóri Actavis en var þar áður framkvæmdastjóri IMG Deloitte. Hún lauk Ph.D. gráðu í Industrial Relations frá London School of Economics and Political Science árið 2000. Þar áður lagði hún stund á Technical and Professional Communication í Florida Institute of Technology og lauk M.Sc. prófi þaðan árið 1995. Svafa er einnig með BA-gráðu í stjórnmála- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands. Svafa hefur verið lektor í stjórnun og markaðsfræðum við Viðskipta og hagfræðideild HÍ frá 1997.

Ég tel að þarna komi öflug kona til verka í stað kjarnakonu sem hefur byggt HR upp með undraverðum hraða og byggt upp kraftmikla menntastofnun sem kveðið hefur að með áberandi hætti.

mbl.is Nýráðinn rektor HR: „Í senn mjög erfið ákvörðun og mjög auðveld.“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband