Örvænting Framsóknarflokksins

Jón Sigurðsson Það stefnir í erfiða tíma fyrir Framsóknarflokkinn. Fylgi hans virðist að festast undir 10 prósentustigum og það jókst ekki þrátt fyrir að Halldór Ásgrímsson yfirgæfi hið pólitíska svið. Kjör Jóns Sigurðssonar í formannsstól flokksins síðsumars efldi ekki flokkinn og staðan hefur verið að versna enn frekar. Flokkinn leiða tveir menn um eða yfir sextugt. Flokkurinn virðist vera í tilvistarkreppu og verulegum vandræðum.

Í ljósi alls þessa er skiljanlegt að formaður Framsóknarflokksins segi skilið við verk forvera hans á formannsstóli sem utanríkis- og forsætisráðherra í Íraksmálinu. Þetta eru athyglisverð ummæli og þau sýna vel örvæntinguna sem er að verða innan flokksins með viðvarandi vont gengi Framsóknarflokksins og brostnar vonir og væntingar flokksmanna með forystuna. Hún hefur ekki aflað flokknum meira fylgis og formaðurinn hefur ekki mikið sýnt af öflugri stjórnmálaforystu.

Það er greinilegt að hræðsla er innan flokksins vegna komandi kosninga. Það er skiljanlegt með stöðuna svona innan við hálfu ári fyrir þingkosningar.

mbl.is Ákvarðanir stjórnvalda um Írak byggðust á röngum upplýsingum og voru því rangar eða mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband