Mjög ánægður með prófkjörið okkar

SjálfstæðisflokkurinnÉg verð að segja það alveg eins og er að ég er mjög ánægður með prófkjörið okkar hér í Norðausturkjördæmi. Það kusu yfir 3000 í þessu prófkjöri, mun fleiri en t.d. í prófkjöri Samfylkingarinnar hér í kjördæminu. Mér fannst þessi dagur ganga virkilega vel og við erum sátt hér. Nú bíðum við bara úrslitanna, sem verða ljós eftir rúma tólf tíma. Biðin er svo sannarlega spennandi.

Ég skellti mér einmitt í bæinn í kvöld og ræddi þar við fjölda fólks og fórum við einmitt sérstaklega yfir stjórnmálin. Mikið og gott spjall. En nú bíðum við sjálfstæðismenn úrslitanna. Þeirra er að vænta á morgun. Ég var nokkuð spurður um þetta allt í kvöld. Flestir bíða úrslitanna með áhuga. Það verða því allra augu á fyrstu tölum.

Nú höfum við ákveðið að lesa fyrstu tölur á Hótel KEA en ekki í Kaupangi. Líst vel á það, enda tryggir það meiri stemmningu og gott andrúmsloft þar meðan að talningin fer fram í Kaupangi. Talningin hefst innan nokkurra klukkutíma er allir atkvæðaseðlar hafa skilað sér hingað til Akureyrar. Fyrir dagslok hefur nýr leiðtogi tekið við forystu flokksins í kjördæminu. Það verður fróðlegt að sjá hvern flokksmenn völdu í prófkjörinu.


mbl.is 3.032 greiddu atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband