Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi lokið

Sjálfstæðisflokkurinn Kjörfundi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi er lokið. Rúmlega 3000 manns kusu í prófkjörinu á bæði kjörfundi sem fram fór á milli kl. 9:00 og 18:00 og utan kjörfundar síðustu tvær vikur. Allan þann tíma var ég staddur á kjörstað hér á Akureyri í Oddeyrarskóla. Það var góð stemmning þar og skemmtileg vinna í gangi. Mesti þunginn í kjörsókninni var á milli kl. 13:00 og 15:00, en þá mynduðust biðraðir hér í skólanum en þetta var annars jöfn kjörsókn í gegnum þessa 9 klukkutíma sem kjörfundur stóð hér á Akureyri.

Vinna við frágang hér er nú lokið. Nú taka atkvæði um allt kjördæmið að streyma til Akureyrar. Atkvæði verða væntanlega öll komin til Akureyrar í nótt eða fyrramálið. Talning atkvæða hefst kl. 14:00 á morgun og fyrstu tölur verða lesnar upp kl. 18:00. Nú tekur því biðin langa við fyrir okkur flokksmenn. Teningunum hefur verið kastað og aðeins þess beðið sem verða vill á morgun. Þá mun dómur kjósenda í prófkjörinu liggja fyrir og ný forysta á framboðslistanum og af hálfu flokksins í kjördæminu liggja fyrir. Það verður fróðlegt að sjá skiptingu atkvæða í fyrstu tölum eftir sólarhring.

Við áttum góðan dag saman hér í Oddeyrarskóla. Gott og öflugt fólk að vinna, gaman að hitta flokksmenn að kjósa og eiga gott spjall saman um stöðu mála. Var virkilega ánægjulegt að vera í kjördeildinni með þeim Oktavíu Jóhannesdóttur, Birnu Sigurbjörnsdóttur, Ragnheiði Jakobsdóttur, Jóni Oddgeiri Guðmundssyni og Maríu H. Marinósdóttur, en við fylgdumst að í gegnum daginn þar sem við vorum. Þar sem ég sat í miðju borðsins allan daginn var það mitt að fylgjast með kjörtölum og er nú lokafrágangur minnar kjördeildar frá. Nú tekur biðin við.

Það verða kaflaskil í flokksstarfinu hér á morgun, hvernig sem fer. Þá liggur fyrir hver leiði lista flokksins að vori og taki við leiðtogahlutverkinu hér í kjördæminu af Halldóri Blöndal, sem hefur setið á þingi frá 1979 og leitt lista hér á svæðinu frá 1984. Nýr leiðtogi verður fulltrúi nýrra tíma. Flokksmenn völdu í dag þennan fulltrúa sem við viljum að sjálfsögðu að verði ráðherra að vori og leiði flokkinn til sigurs þann 12. maí hér í kjördæminu.

mbl.is 2261 hefur kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband