Feigur meirihluti í Reykjavík - hvað gerist í Valhöll?

Meirihluti kynntur í janúar 2008 Enginn vafi leikur á því að meirihlutinn í Reykjavík er feigur. Kjósendur hafa dæmt hann frá. Ekki örlar á neinum traustum stuðningi við hann. Þessi meirihluti hefur aldrei haft kjarnastuðning til verka og nú eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins að gefa meirihlutanum rauða spjaldið, einkum borgarstjóranum sem hefur ekkert traust pólitískt bakland með sér.

Boltinn er nú hjá forystu Sjálfstæðisflokksins í borginni. Hversu lengi ætlar flokkurinn að standa vörð um Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra? Telur flokksforystan það verðugt verkefni að styðja hann til verka fram í marsmánuð 2009 þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir á að verða borgarstjóri í Reykjavík? Er eitthvað eftir í þessum meirihluta sem gefur til kynna að hann muni geta snúið stöðu sinni við? Ég fæ ekki séð að nein traust brú sé eftir á milli meirihlutans og þeirra sem hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn. Gjá er á milli.

Allar fylgismælingar að undanförnu hafa sýnt að fjöldi sjálfstæðismanna vill ekki styðja meirihlutann og eða hefur misst trúna á forystu hans. Stóri vandinn virðist vera að margir sjálfstæðismenn vilja ekki þennan borgarstjóra og hafa gefist upp. Enda verður ekki séð að margir séu beinlínis að bakka upp borgarstjórann og margir þaga frekar en leggja upp í að verja það sem gert hefur verið. Nýjustu verkin þar sem helsta púðrið fer í að verja undarlegan brottrekstur konu úr nefnd á vegum borgarinnar sem ekkert hefur af sér gert er absúrd í meira lagi.

Þessar fylgismælingar hljóta að vera umhugsunarefni fyrir þá sem fara með völd í Valhöll. Það er óviðunandi með öllu að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn kvartflokkur í Reykjavík. Margar ástæður valda því en sú sem vegur þyngst nú er óvinsæll meirihluti með umboðslausan borgarstjóra. Ég man satt best að segja ekki eftir veiklulegri borgarstjóra, manni sem hefur ekkert umboð til að gegna embættinu lengur. Það er ekkert eftir sem segir að hann hafi nokkurn fjöldastuðning.

Afleitt er að þetta gerist á vakt Sjálfstæðisflokksins - flokkurinn sitji uppi með borgarstjóra án umboðs. Í ofanálag berast sögusagnir um að þessi maður ætli sér að krefjast þess að gegna embættinu út kjörtímabil, fram á sumardaga árið 2010. Þvílíkur brandari. Hvort sem það er satt eður ei eiga sjálfstæðismenn að horfa annað. Það er allt betra en þessi vitleysa.

mbl.is Tæp 2% borgarbúa kysu F-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi.

 Brgarstjórnarmeirihlutinn er ekki feigur. Hann er steindauður. Það hefur aldrei verið hægt að blása lífi í lík og það tekst heldur ekki í mars þegar Hanna Birna heldur að hún verði borgarstjóri.

Taktu eftir.  Ólafur hættir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn sama dag og hann hrökklast úr borgarstjórnarstólnum. 

Þessi meirihluti var persónulegt vindhögg Vilhjálms Þ. og með ólíkindum að restin af borgarsjtórnarflokki D hafi fylgt með eins og villt sauðahjörð.  Ábyrgðin er þeirra á ringulreiðinni í borginni í dag og þess vegna er útkoma flokksins nákæmlega í réttu hlutfalli vinnubrögðin. Eiginlega er útkoman heldur skárri en hún ætti að vera.

Þetta brölt hefur sýnt okkur það að í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins er sundrung og óeining þar sem hver og einn hugsar um eigið mskinn og ekkert annað. Hrein framapot.  Villi, Hanna Birna, Gísli M. og Júlíus Vífill þrá það heitast að fá að leika sér í borgarstjórastólnum.  Það örlar ekki á samheldni í hópnum og verk þeirra eru eftir því.  

Dunni (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 06:48

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Því miður var þetta vitað ,en svona er staðan og þetta hlýtur að vekja okkur til endurskoðunar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.8.2008 kl. 08:23

3 Smámynd: 365

Ef þessi veiklulegi og alsendis ömurlegi svokallaði borgarstjóri ætlar að gera Sjálfstæðisflokknum þann óleik að sitja út sitt tímabil, þá verður það nánast ógjörningur að halda borginni í næstu kosningum.  Það er komið nóg af þessari vitleysu.  Að maður þurfi að horfa upp á þetta dag eftir dag er alveg með ólíkindum.

365, 8.8.2008 kl. 13:34

4 identicon

Í minni draumaveröld gerast hlutirnir þannig;  allir þessir 15 borgarfulltrúar sem og varamenn þeirra komast að samkomulagi að bjóða sig ekki fram til kjörs í næstu kosningum og leyfa þannig nýju fólki að komast að.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 14:34

5 identicon

Hvernig er hægt að gera  borgarfulltrúa minnihlutans ábyrga fyrir þessum handónýta og veiklulega borgarstjóra og borgarstjórnarmeiruhlutanum og öllu því klúðri sem hann ber ábyrgð á, svo ég tali nú ekki um varamenn þeirra?  Alveg óskiljanleg hvernig hægt er að komast að þessari niðurstöðu. Nema tilgangurinn sé að drepa málinu á dreif. Er ekk alveg eins hægt að   óska þess að enginn reykvíkingur gefi kost á sér í næstu sveitarstjórnarkosningum, það voru jú reykvíkingar sem kusu þessa borgarstjórn, og einhverja ábyrgð hljóta þeir þá að bera.

Kiddi (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 16:00

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held við ættum að láta okkur þetta að kenningu verða. Satt best að segja er mjög brýnt að Sjálfstæðisflokkurinn taki sig saman í andlitinu á landsvísu.´

Líkt og ég hef margbent á er algjörlega nauðsynlegt að leggjast vel yfir málefnaskrá eða ályktanir flokksins fyrir næsta landsfund.

Sé litið til ályktana landsfunda undanfarin ár eru þær ákaflega líkar þeim sem gerðar voru fyrir 10-20 árum.

Sumir myndu segja að þetta væri ágætt og að hægri íhalds- eða frjálshyggjuflokkar ættu ekki að vera sífellt að skipta um skoðun.

Þetta er auðvitað hárrétt, en á móti segi ég að einhver framþróun og nýsköpun verður að eiga sér stað í hugmyndafræði flokksins, þótt hún byggi síðan alltaf á hinum klassísku "sjálfstæðisfræðum".

Þetta á t.d. við varðandi Evrópumálin og útfærslu frekari einkavæðingar á verkefnum ríkis og sveitarfélaga o.s.frv.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.8.2008 kl. 17:35

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta er afar erfitt og er nánast pattstaða í gangi vegna þess að svandís/dagur/óskar hafa sagt að þau ætla að standa saman og ekki ganga til nýs meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.
Ólafur vill alveg örugglega ekki samstarf við þetta fólk þannig að vandséð er hvernig ætti að vera hægt að mynda nýjan meirihluta á þessu kjörtímabili og spurning hvort það væri skynsamlegt.
Persónulega held ég að sf sé að toppa á kölröngum tíma og fái ekki helming af þessu fylgi í kosningum eftir 2.ár - hafa ekkert gert til að verðskula þessa niðurstöðu.

Óðinn Þórisson, 8.8.2008 kl. 18:55

8 identicon

Er Ólfur f. Magnússon, Akureyrungur?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 01:13

9 identicon

Er Ólafur F. Magnússon, Akureyringur?

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband