Innihaldsríkt viðtal við Styrmi

Styrmir Gunnarsson Var að horfa á gott viðtal Evu Maríu Jónsdóttur við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, í Sunnudagskastljósi Evu Maríu á sunnudagskvöldið. Þetta var innihaldsríkt og notalegt viðtal. Styrmir fer þarna yfir blaðamannsferilinn, góða fóstbræðravináttu hans við Jón Baldvin, Halldór Blöndal og Ragnar Arnalds, hlerunarmálin, kalda stríðið, tengsl Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins, varnarmálin, tölvupóstsmálið fræga og yfirvofandi starfslok hjá Morgunblaðinu.

Eva María er lagin að stýra góðum viðtölum, enda bæði mannlegur og beittur spyrill, skemmtileg blanda í raun. Það er gleðiefni að Eva María sé með spjallþátt á prime time sjónvarpstíma. Hún á hvergi annarsstaðar heima en með alvöru þátt á alvöru tíma. Það var gott að fá hana aftur á skjáinn í haust og þetta viðtal er það besta í þessum þætti í vetur frá fyrsta viðtali vetrarins, við Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra. Hvet alla til að horfa á þetta góða viðtal.

Viðtal við Styrmi Gunnarsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég er algjörlega ósammála. Mér fannst þetta sterkt og gott viðtal. Hann sagði þarna Bandaríkjastjórn til syndanna vegna varnarmálanna, talaði um tengsl Moggans og Sjálfstæðisflokksins og kom með merkilegt innlegg inn í hlerunarmálin. Sérstaklega var áhugavert að heyra um góða vináttu (allt að því fóstbræðralag) Styrmis, Jóns Baldvins, Halldórs Blöndals og Ragnars Arnalds. Ragnar var þarna í stuttu viðtali um það. En allavega hafði ég gaman af þessu, enda er þetta maður sem hefur frá miklu að segja.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.11.2006 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband