Mörgæsirnar skáka enn James Bond

Happy Feet Fyrir viku skrifaði ég um að mörgæsateiknimyndin Happy Feet hefði hlotið meiri aðsókn vestanhafs en Casino Royale, nýjasta James Bond myndin. Það gerðist aftur um þessa helgina. Sigurför mörgæsanna heldur því áfram, merkilegt nokk. Fannst það mjög húmorískt að sjá frétt um þetta fyrir viku og enn merkilegt að þessi mynd haldi út aðra viku í baráttu við njósnara hennar hátignar.

Mundi það akkúrat í dag að ég á enn eftir að skrifa um þessa glæsilegu kvikmynd. Síðasta vikan var mjög annasöm hjá mér, en nú eru þær annir að baki og annað tekur við. Nú er pólitíkin komin í jólafrí hjá mér, utan líflegra skrifa hér. Nú fer desember að skella á, og þá hefur maður nægan tíma til að njóta góðra kvikmynda, bóka og notalegrar tilveru, algjörlega laus við stjórnmálavafstur.

Ég ætla því að skrifa á morgun um Casino Royale og fara yfir skoðanir mínar á henni, hefði átt að vera búinn að því fyrir löngu, enda fór ég á hana strax fyrsta daginn í bíói hérna, en ekki enn sest niður til að skrifa almennilega umsögn um hana. Bæti úr því hið snarasta. Er svo að hugsa um að rifja upp allar Bondmyndirnar næstu vikurnar, en ég á þær allar. Er ekkert rosalega langt síðan ég sá sumar, en nokkrar eru eftirminnilegri en aðrar og ég vil endilega rifja þær betur upp.

Þessi mynd er í grunninn séð gamaldags útgáfa af Bond. Heillaði mig mjög mikið og mér finnst þetta besta Bond-myndin frá On Her Majesty´s Secret Service og elstu myndunum, þeim klassískustu, sem skörtuðu Sir Sean Connery. Bestu myndirnar eru og verða From Russia with Love og Goldfinger. En þessi er ekki mjög fjarri þeim. Hver er uppáhaldsmyndin þín?

mbl.is Dansandi mörgæsir vinsælar í kvikmyndahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband