Samstaða um Sigrúnu Björk sem bæjarstjóra

Sigrún Björk Jakobsdóttir Samstaða hefur náðst milli meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Akureyrar um að Sigrún Björk Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar, verði næsti bæjarstjóri á Akureyri. Á morgun verður samkomulag um bæjarstjóraskipti og tímasetningu starfsloka Kristjáns Þórs Júlíussonar, fráfarandi bæjarstjóra, tilkynnt formlega. Í meirihlutasamningi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2006-2010 er þar útlistað að Sjálfstæðisflokkurinn hafi embætti bæjarstjóra 2006-2009 en Samfylkingin 2009-2010.

Kristján Þór lætur því formlega af embætti mjög fljótlega, en mun væntanlega klára fjárhagsáætlun næsta árs. Samfylkingin hefur lagt blessun sína yfir bæjarstjóraskiptin og þar ljóst að full samstaða er um þessa ákvörðun mála, enda er full samstaða innan Sjálfstæðisflokksins að Sigrún Björk sem önnur á lista flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum taki við þessu embætti. Óvissan nú er um hvort Kristján Þór Júlíusson muni segja sig úr bæjarstjórn eða sitja þar sem óbreyttur bæjarfulltrúi er bæjarstjóraferlinum lýkur og hann tekur nú við leiðtogahlutverkinu í kjördæminu.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, verðandi bæjarstjóri á Akureyri, er fædd 23. maí 1966. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Sund og útskrifaðist úr IHTTI hótelstjórnunarskólanum í Sviss árið 1990. Einnig hefur hún lokið námi í nútímafræðum við Háskólann á Akureyri og stjórnunarnámi á vegum Símenntunar HA. Sigrún hefur starfað sem hótelstjóri á Hótel Austurlandi, í sölu- og markaðsdeild Hótel Íslands, verið hótelstjóri á Hótel Norðurlandi, deildarstjóri hjá Úrvali-Útsýn, verkefnastjóri hjá Menntasmiðjunni á Akureyri og verkefnastjóri hjá Price Waterhouse Coopers. Sigrún Björk hefur verið bæjarfulltrúi á Akureyri frá vorinu 2002.

Við þessar breytingar mun uppstokkun verða á embætti forseta bæjarstjórnar og nefndum og ráðum innan Sjálfstæðisflokksins. Nýr forseti og formaður stjórnar Akureyrarstofu, verða valdir í kjölfarið, enda eru þetta þau embætti sem Sigrún Björk hefur gegnt. Eðlilegast er að Elín Margrét Hallgrímsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar, taki við áhrifamiklu verkefni á borð við embætti forseta bæjarstjórnar, enda næst á eftir Sigrúnu Björk á framboðslistanum í vor, en nákvæmari ákvarðanir um nefndauppstokkun er væntanlega næsta verkefni nú.

mbl.is Niðurstaða prófkjörsins „er draumauppstilling"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Við óskum Sigrúnu til hamingju og velfarnaðar í starfi og það virðist allt ganga eftir sem Stefáni finnst "eðlilegt"  í skrifum sínum. Það er bara eðlilegt..

Sigurjón Benediktsson, 28.11.2006 kl. 13:38

2 Smámynd: Sveinn Arnarsson

En nú er spurningin sú kæri Stefán, hvort KÞJ haldi áfram sem óbreyttur í bæjarstjórn eða að Doddi Blomm komi inn??

Sveinn Arnarsson, 28.11.2006 kl. 13:50

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Eins og vel kemur fram í skrifunum Svenni minn er það óvissan sem eftir stendur. Það liggur fyrir væntanlega fljótlega. Eins og þú bendir á er fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þórarinn B. Jónsson, sem sat í bæjarstjórn í tólf ár samfleytt og væri ekki óviðeigandi að hann tæki þar sæti aftur og í nefndum jafnframt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.11.2006 kl. 13:59

4 Smámynd: Gunnar Níelsson

Getur ekki verið að það gæti hreinlega komið okkur vel að eiga þingmann og bæjarfulltrúa í KJÚL ?  Ég er þess nokkuð viss að það hefur ekki skaðað þau bæjarfélög sem þannig fulltrúa eiga.

Gunnar Níelsson, 28.11.2006 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband