Tekur Þórarinn B. aftur sæti í bæjarstjórn?

Þórarinn B. Jónsson Það er ekki óeðlilegt að þær spurningar vakni nú hvort að Kristján Þór Júlíusson, fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri, muni hætta sem bæjarfulltrúi samhliða því að hann lætur af embætti bæjarstjóra fljótlega. Fyrir liggur enda samkomulag um að Sigrún Björk Jakobsdóttir verði bæjarstjóri á Akureyri innan næstu vikna. Fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er Þórarinn B. Jónsson. Hann var bæjarfulltrúi hér á árunum 1994-2006, en náði ekki kjöri í kosningunum í vor úr fimmta sætinu.

Það er ekki óvarlegt að ætla að Þórarinn B. muni nú verða með fast sæti á bæjarstjórnarfundum, enda ólíklegt að Kristján Þór hafi í hyggju að vera fastur hluti bæjarstjórnarfunda sem óbreyttur bæjarfulltrúi. Hvort það verði sem varamaður í fjarveru nýs kjördæmaleiðtoga eða sem fastur bæjarfulltrúi eftir afsögn Kristjáns Þórs mun væntanlega ráðast brátt. Hvernig sem fer er annað óhjákvæmilegt en að Kristján Þór verði lítið áberandi á vettvangi bæjarmálanna á næstunni vegna nýs hlutverks síns.

Fari það svo að Þórarinn B. verði að nýju bæjarfulltrúi hlýtur hann að taka sæti í nefndum með sama þunga og krafti og var á síðasta kjörtímabili, þegar að hann var einn áhrifamesti bæjarfulltrúi meirihlutans, rétt eins og allt frá því að hann kom inn í bæjarstjórn árið 1994. Hann var t.d. mjög áberandi í skipulagsmálunum og fulltrúi flokksins þar mjög lengi.

Það er ekki óvarlegt að ætla að hann muni skipa sæti aftur í valdamiklum nefndum, enda hljóta allir óbreyttir bæjarfulltrúar að fara í nefndir og verða áberandi á þeim vettvangi. Það gerir Kristján Þór varla sem kjördæmaleiðtogi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband