Sigrún Björk bæjarstjóri - Kristján Þór forseti

Sigrún Björk og Kristján Þór Sigrún Björk Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tekur við embætti bæjarstjóra á Akureyri, fyrst kvenna, þann 9. janúar 2007 af Kristjáni Þór Júlíussyni, nýkjörnum leiðtoga Sjálfstæðisflokksins i Norðausturkjördæmi og fráfarandi bæjarstjóra. Kristján Þór mun áfram sitja í bæjarstjórn í kjölfar þess að hann lætur af embætti bæjarstjóra í ársbyrjun en verður þó ekki óbreyttur bæjarfulltrúi.

Mikla athygli stjórnmálaáhugamanna hér á Akureyri og almennra flokksmanna vekur að Kristján Þór muni taka við embætti forseta bæjarstjórnar af Sigrúnu Björk og verður því fyrsti bæjarstjórinn í sögu Akureyrarkaupstaðar sem ennfremur er forseti bæjarstjórnar. Útilokar hann ekki að gegna embættinu með þingmennsku. Hann mun því áfram verða veigamikill hluti bæjarstjórnarfunda og halda áfram sínum verkum fyrir Akureyringa í bæjarmálum út kjörtímabil sitt.

Mikill orðrómur hafði verið um það að Kristján Þór myndi yfirgefa bæjarmálin og halda alfarið til verka í landsmálum. Skv. þessu er ljóst að svo verður ekki og hann mun sinna bæjarmálum með landsmálunum með eftir því sem þurfa þykir. Það eru mikil tíðindi að fráfarandi bæjarstjóri verði forseti bæjarstjórnar og er flétta sem fáir sáu fyrir.

Þetta þýðir að Kristjáni Þór er full alvara með að efna loforð sín við bæjarbúa fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar um að sinna bæjarmálunum af krafti, en með öðrum hætti.

mbl.is Sigrún Björk verður bæjarstjóri á Akureyri í byrjun næsta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Stebbi, þetta er lélegasta "redding" sem ég hef heyrt, að honum sé "full alvara með að efna loforð sín við bæjarbúa"

Vel gefinn maður, eins og þú, á ekki að láta svona út úr þér! 

Sveinn Arnarsson, 29.11.2006 kl. 12:43

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Kristján Þór verður forseti bæjarstjórnar með fullum stuðningi Samfylkingarinnar og í samkomulagi við þá. Forseti bæjarstjórnar er yfirmaður bæjarstjórnarinnar og leiðir starf hennar, stýrir fundum hennar og er yfirmaður t.d. bæjarstjóra í raun. Það er því alveg ljóst að Kristján Þór verður áfram áberandi í bæjarmálum, stýrir fundum bæjarstjórnar og er ekki að hætta á þeim vettvangi. Hann mun klára sitt kjörtímabil að öllu óbreyttu þar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.11.2006 kl. 12:59

3 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Hefði það ekki verið betra að hætta bara og láta Elínu Margréti um forseta bæjarstjórnar!!!

Sveinn Arnarsson, 29.11.2006 kl. 13:02

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Er óánægja innan Samfylkingarinnar með það að Kristján Þór verði forseti bæjarstjórnar?

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.11.2006 kl. 13:04

5 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Rólegur, hver var að tala um Samfylkinguna hérna!!!

Ég er bara að velta upp hugmyndum sem mér finnst persónulega vera betri fyrir sjálfstæðismenn heldur en þessi niðurstaða. Enginn var að tala um hvað Samfylkingunni finnst

Sveinn Arnarsson, 29.11.2006 kl. 13:53

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég veit ekki betur en að full samstaða sé um skipan þessara mála milli flokkanna. Það er þó útlistað í meirihlutasamningi að Sjálfstæðisflokkurinn skipar í embætti bæjarstjóra til ársins 2009 og forseta bæjarstjórnar út kjörtímabilið. En þetta er auðvitað allt gert í góðu samkomulagi og það er fyrir öllu. Ég tel að góð samstaða sé um þessa skipan mála innan Sjálfstæðisflokksins.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.11.2006 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband