Stjörnustund Söru - pólitískt hörkutól á sviðinu

Sarah PalinNý pólitísk stjarna kom til sögunnar á flokksþingi repúblikana í nótt. Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana, sýndi að hún er pólitískt hörkutól, sparkaði traust frá sér og talaði einbeitt og ákveðið, ekki aðeins um lykilmál baráttunnar heldur hjólaði beint í Barack Obama og tók hann fyrir. Með þessari ræðu hefur frúin frá Alaska ekki aðeins stimplað sig inn sem frambjóðandi nú heldur og mun frekar sem forsetaefni síðar.

Þeir sem töldu að Sarah Palin væri stjórnmálamaður í léttvigt urðu örugglega fyrir miklum vonbrigðum. Hún beit hressilega frá sér og með mikilli yfirvegun náði hún að tækla persónulegar árásir gegn sér og sýndi demókrötum að hún verður ekki auðveld. Hún getur vel tæklað Joe Biden í varaforsetakappræðunum eftir mánuð og er fullfær um að taka slaginn. Ræðan festi hana klárlega í sessi eftir sviptingar síðustu dagana þar sem frjálslyndir og vinstrisinnaðir bloggarar og blaðamannamaskínan í Washington ætlaði að ganga frá henni pólitískt.

Þetta var því vel heppnuð ræða. Allir viðurkenna það, meira að segja þeir demókratar sem harðast sóttu að Söru Palin. Ekki verður neitað að hún kom á sviðið, skilaði sínu og var pólitískt hörkutól þegar hún þurfti að sýna að hún væri meira en bara sætt bros, væri fjarri því óreynd og bara valin því hún væri kona. Sarah Palin vann í haginn fyrir sig, ekki bara að þessu sinni og er komin til að vera. Hún er engin Dan Quayle, svo mikið er víst.



Fann vel eftir ræðuna að orðlaus undrun voru viðbrögðin. Þeir sem höfðu sótt mest að Palin og gert lítið úr henni voru vissir að hún myndi ekki geta flutt trausta ræðu og náð sess sem alvöru stjórnmálamaður á stóra sviðinu. En það tókst henni og fyrir vikið hefur hún staðist fyrsta prófið, það mikilvægasta. Framboðið er sterkara fyrir vikið og hún sem stjórnmálamaður til lengri tíma litið en bara næstu 60 dagana.

Finnst þeir sem halda gagnrýninni áfram afhjúpa talsverða karlrembu með orðavali sínu. Þar er talað um að hún eigi nú frekar að vera heima og hugsa um börnin sín fimm, sérstaklega yngsta barnið með Downs heilkenni, og hún gæti nú örugglega ekki samið svo flotta ræðu. Í og með viðurkenna þeir þar með að ræðan var algjör success en draga líka í efa að hún geti þetta þar sem hún er mamma.

Er þetta virkilega að gerast á fyrsta áratug 21. aldarinnar? Hvar eru femínistarnir? Er enn verið að tala niður konur og gefa í skyn að þær séu óreyndar og illa gerðar, eigi nú frekar að sinna börnum og eiginmanni en taka þátt í stjórnmálum. Er þetta sú ímynd sem demókratar vilja koma með? En hey, þeir spörkuðu jú niður Hillary í forkosningunumþrátt fyrir alla hennar reynslu. 

En Sarah Palin sló á allar gagnrýnisraddirnar. Hún kom vel út úr sínu fyrsta og mikilvægasta prófi. Allir sjá að hún getur ráðið við Joe Biden og hún hefur reynsluna, kraftinn og kjaftinn sem þarf til að komast alla leið.

Sarah Palin var allt í senn með eldmóð Ann Richards, gamansemi Ronalds Reagans og pólitísku óvægnina í Richard M. Nixon. Heljargóð blanda og fjári traust. Þessi kona er komin til að vera.


mbl.is Palin afar vel fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað heldur þú að margir lesendur hér átti sig á samhenginu milli Palin og Önnu Ríkharðs?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 11:02

2 identicon

Ég les út úr skrifunum að þér finnst þetta hörkukvendi og glæsilegur stjórnmálamaður með framtíð fyrir sér. Ég skal viðurkenna að ekki vissi ég mikið um konuna fyrir viku síðan en get samt flokkað haná í ákveðna gerð stjórnmálamanna. Kjósendur velja sína týpu og ekkert við það að athuga. Sumir velja mjúka manninn, aðrir hönnubirnu konuna, og enn aðrir hinn nákvæma (jafnvel þurra) stjórnmálamann sem segir ekkert nema hann sé fullviss að það sé rétt. Kann að vera að umhverfisráðherra komi í þann flokk. Þessi kona boðar: Aukningu gjalda vegna stríðsrekstrar, eflingu olíuvinnslu á friðuðum svæðum, lækkun hátekjuskatta og lækkun styrkja í menntakerfinu. Það þarf töffheit að gera þetta, en...mér finnst þessi útfærsla á Rambó enni aðlaðandi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mjög margt í ræðunni minnti mig á Ann Richards. Palin er einhvernveginn þessi outsider sem þorir að bjóða valdinu byrginn og rífa kjaft. Mér finnst það traustur eiginleiki. Hef alltaf borið virðingu fyrir Ann Richards. Hún var kjaftfor en hún var sönn og einlæg. Þó hún væri demókrati var hún ein þeirra bestu á sviðinu innan flokksins í sögu hans. Hún var alvöru.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.9.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Gísli.

Sarah Palin sýndi allavega að hún hefur það sem þarf í baráttuna. Getur rifið kjaft og tekið slaginn. Það þurfti hún að sýna, einkum eftir átakamál síðustu dagana. Aldrei er hægt að vera sammála öllu sem stjórnmálamenn boða en það sem skiptir mestu er að þeir séu í nógu stórum skóm til að labba á hinu pólitíska sviði. Það sýndi Sarah Palin í nótt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.9.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband