Þrælasaga að austan

Hún er mjög ófögur sagan af samskiptum starfsstúlkunnar erlendu við yfirmann sinn á veitingahúsinu fyrir austan. Varla furða að hann þurfi að grípa til hnefanna til að verja sig. Ekki getur hann varið sig með orðum, hefur ekki góðan málstað að verja. Tveir punktar standa eftir.

- Hvers vegna er ekki tekið á svona vinnuveitendum sem hlunnfara fólk svo rosalega og koma illa fram við það? Á ekki að taka á svona þrælahaldi? Hvað er hægt að kalla þetta annað?

- Hefur þessi maður samvisku?


mbl.is Líkir vinnu í veitingahúsi við fangelsisvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Stefán.

Það fer ekki á milli mála að Horst Muller er alvarlega sjúkur, það sannaðist eftir 

að hann réðist á starfsmann Afls starfsgreinarfélags austurlands.

Það verður að taka á þessu máli strax, enda er það grafalvarlegt.

Bestu Kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 4.9.2008 kl. 14:20

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Vonandi verður strax rannsakað þetta mál. Það er með ólíkindum hvað starfsfólki er boðið upp á. Þetta er algert þrælahald skilst manni. Viljum ekki sjá svona lagað í landinu okkar.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.9.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: corvus corax

Já við viljum ekki hafa svona í landinu okkar! Þessir andsk... útlendingar! Það er nú gott að við Íslendingar skulum fara eftir öllum reglum þegar við svíkjum helv... útlendingana sem vinna hjá okkur, látum þá búa í ruslakompum og rukkum þá um svimandi háa leigu fyrir það. Svo pössum við að þeir fái ekki of mikið kaup, helst miklu lægra en löglegt er til að koma í veg fyrir að þeir eyði bara í vitleysu. Já, mikið erum við Íslendingar yndislegir!

corvus corax, 4.9.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband