Frú Palin slær í gegn - með sama áhorf og Obama

SarahPalin 1
Bandarískir fréttaskýrendur deila ekki um það að Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana, sló í gegn í ræðu sinni á flokksþingi repúblikana í gærkvöldi og sló af borðinu allar efasemdir um reynslu sína og pólitíska getu. Hún fékk nær jafnmikið áhorf í sjónvarpi og Barack Obama er hann þáði útnefningu sem forsetaefni demókrata á Invesco-leikvanginum í Denver í síðustu viku. 37.244.000 horfðu á Söru Palin flytja ræðu sína en litlu fleiri eða 38.379.000 horfðu á forsetaefnið Obama. Mikið afrek, enda sýndu sex stöðvar ræðu Söru en tíu stöðvar sýndu ræðu Obama!

Sarah Palin fékk miklu meira áhorf en Joe Biden. 24.029.000 horfðu á Biden þiggja útnefningu sem varaforsetaefni demókrata og nokkuð færri horfðu á Biden það kvöld en á Bill Clinton, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Ræða Palin var sannkölluð stjörnuframmistaða. Meira að segja vinstrisinnaðir álitsgjafar hafa ekki getað leynt ergju sinni yfir því hvað hún stóð sig vel og hafa reynt að spinna umræðuna frá stjörnuframmistöðu Söru Palin, sem ekki aðeins stimplaði sig í baráttuna af krafti heldur sem forsetaefni síðar.

Demókratar og vinstrisinnaðir álitsgjafar fjölmiðlanna höfðu reynt síðustu fimm dagana að draga upp þá ímynd af Söru Palin að hún væri smábæjarnóbody, illa gefin og óreynd kona frá Alaska sem gæti ekki valdið hlutverkinu að vera varaforsetaefni og væri sett í hlutverk sem væri vaxið henni yfir höfuð. Við munum ekki heyra aftur þessa ræðu. Hún sló af alla neikvæðu umræðuna og sýndi vel að hún er engin varaskeifa. Hún er kannski lítið þekkt, en hún er pólitískt hörkutól sem hikar ekki við að bíta hressilega frá sér.

Palin sameinaði í ræðu sinni orðasnilld, pólitíska ástríðu, einlægan baráttukraft, jákvæðni og pólitíska bardagagleði. Hún var einlæg og herská í senn, var einfaldlega alvöru í ræðuflutningi sínum og stimplaði sig inn á kortið. Hún var full af sjálfsöryggi og ákveðni í tali sínu og sýndi hvergi hik. Hún var róleg og yfirveguð jafnvel þegar hún var hvað ákveðnust, minnti að mörgu leyti á Ronald Reagan með það hversu afslöppuð hún var og blandaði saman húmor og alvöru í skothelda pólitíska blöndu.

Ekki aðeins náði hún sjónvarpsáhorfi á pari við forsetaefnið Barack Obama heldur náði mesta áhorfi sem nokkuð varaforsetaefni hefur fengið í bandarískri sjónvarpssögu við að flytja útnefningarræðu sína. Með öðrum orðum; hún er fjölmiðlastjarna þessa framboðs, náði til fólks og miklu meiri áhugi er fyrir henni en nokkru sinni Joe Biden. Demókratar sjá líka gríðarlega eftir því að Barack Obama valdi ekki Hillary. Það voru mikil pólitísk mistök. Ef hann tapar þessu verður það metið mesta klúður hans.

Brandararnir voru skotheldir: Salurinn var í krampahlátri þegar hún spurði hver væri munurinn á hokkímömmu og bolabít. Svarið var einfalt: Varalitur. Hún náði einhvernveginn að sameina pólitíska orðfimi, einlægni og kraft. Þetta var því velheppnuð stjörnustund fyrir repúblikana og kom þeim heldur betur á kortið í baráttunni sem framundan er.

Og Sarah Palin sýndi að hún er komin til að vera. Enda eru allar raddirnar um að hún sé óhæf algjörlega þagnaðar. Nema jú þeir sem halda því fram að hún sem fimm barna móðir geti ekki staðið í þessu. Þvílík tímaskekkja. Hefur einhver fjölmiðlamaður spurt Obama hvort hann geti staðið í forsetaframboði því hann eigi börn?


mbl.is Palin fær góða einkunn fyrir ræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

ST. PAUL -- The McCain campaign must be giddy with this news, just out from Nielsen: Sarah Palin's speech generated 37.2 million viewers, just a 1.1 million viewers fewer than watch Barak Obama's Invesco Field acceptance speech. As Nielsen notes, only six networks carried Palin's speech compared with ten for Obama's.

Ragnar Bjarnason, 4.9.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Mér finnst oft lítill munur á þessum pólitíkusum og margir Rebublikanar farnir að halla einum of til vinstri. Við sátum sem límd er Sarah Palin flutti ræðu sína í gærkveldi. Fyrsta skipti sem ég er virkilega hrifin af stjórnmála manni/konu. Hún er frábær ræðumaður og óhrædd að tjá sig og ferskleikinn skín af henni.  

Hún lét selja einka þotuna sem  ríkisstjórnin í Alaska notaði á EBAY og fékk hærra verð fyrir hana heldur en þotan var keypt á.  Peningur í kassann. Hlakka til að sjá meira af henni.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 4.9.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Erna: Þakka þér kærlega fyrir að koma með þitt álit á Palin hérna inn. Gaman að lesa þetta komment. Er sammála því að Sara er algjörlega frábær.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.9.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður heldur að Þetta hafi verið útslagið að þau vinni þetta saman/allavega er það mín skoðun,frábær ræða hjá henni/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.9.2008 kl. 01:08

5 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Ræðan var vel flutt, það gef ég henni enda er meintur höfundur hennar sjóaður vel (datt þér nokkuð í hug að Palin hefði skrifað ræðuna...?). Efasemdirnar um reynslu eru hins vegar alveg jafn sterkar og áður því eitt er að vera stand up comedian í stóru repúblíkanapartíi og annað er að vera stjórnmálamaður á alþjóðasviðinu. Það er því ekki rétt að fjölmiðlar hafi sammælst um að hún hafi með ræðunni sýnt fram á pólítíska getu sína - þvert á móti. Innihaldið var knappt og ég get ómögulega séð að hér sé á ferðinni afburðastjórnmálakona. Hún færir þó hressleika inn í umræðuna og það er vel, sérstaklega af því að McCain lítur ekki út fyrir að vera degi yngri en 72 ára. Ég get vart beðið eftir kappræðunum - þá fær maður vonandi að sjá yfirburðina.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 5.9.2008 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband