Þjóðin kveður máttarstólpa mannúðar og kærleika

sigurbjorn biskupÉg er að horfa á útför dr. Sigurbjörns Einarssonar, biskups. Þetta er mjög falleg athöfn, fer öll fram eftir ákvörðunum trúarleiðtogans og ber vitni styrkleika hans og traustri forystu fyrir íslensku þjóðkirkjuna. Þetta er kveðjustund eins af mætustu mönnum í sögu íslensku þjóðarinnar. Öll munum við sakna hans.

Þjóðin öll kveður mikinn og öflugan leiðtoga. Hann var máttarstólpi mannúðar og kærleika. Alla mína ævi hef ég alist upp við orð hans, leiðsögn og forystu. Hún hefur verið leiðarstef þjóðarinnar áratugum saman. Dr. Sigurbjörn var ekki aðeins traustur leiðtogi trúar sinnar heldur og mannlegra áherslna. Hann náði til ólíkra kynslóða og sameinaði okkur öll.

Skarð hans er mikið fyrir íslensku þjóðina. En orð hans, boðskapur og trúarleg forysta mun lifa með þjóðinni.

mbl.is Sigurbjörn Einarsson jarðsunginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Survival of the fittest

Blessuð sé minning hans hér á jörðu.

Survival of the fittest, 6.9.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband