Ómannúðleg framkoma við Mark Cumara

Ég verð að segja alveg eins og er að ég skil ekki hvers vegna Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa Mark Cumara úr landi. Hann hefur búið hér í heil fimm ár, nánustu ættingjar hans eru allir íslenskir ríkisborgarar og hann hefur aðlagast íslensku samfélagi. Annað getur ekki verið eftir heil fimm ár. Annaðhvort vantar eitthvað stórlega í þessari lýsingu eða þetta er hrein mannvonska, ómannúðleg framkoma við ungan mann.

Mér finnst alltaf eðlilegt að velta þessum málum fyrir sér. En þegar við verðum vitni að svona framkomu er eðlilegt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þetta sé eðlileg framkoma. Hvers vegna þessi harka og því er þessum manni ekki veitt tækifæri til að vera hér áfram eftir að hafa verið hér þegar árum saman.

Þegar við höfum verið vitni að því að tengdadóttir ráðherra fékk ríkisborgararétt eftir mjög stutt kynni við landið er eðlilegt að spyrja hvers vegna fólki sé mismunað. Af hverju á þessi maður ekki skilið að fá ríkisborgararétt eins og nánustu ættingjar hans? Hver er munurinn. Mér finnst eitthvað vanta í þetta mál.

Þessi saga er allavega þess eðlis að fleiri spurningar vakna en bara sú hvers vegna honum sé vísað úr landi.

mbl.is Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Tek undir með þér Stefán. Ég efast ekki um að útlendingastofnun fari að lögum, en hér virðist alveg vanta heilbrigða skynsemi í málsmeðferðina.

Á sama tíma lesum við fréttir um að því er virðist handónýtt yfirvald austur á fjörðum sem virt hefur að vettugi allar ábendingar um að búlla á Breiðdalsvík hefur ekki skilað lögbundnum gjöldum vegna starfsmanna sinna og reksturs.

Sem sagt framið lögbrot árum saman og samkvæmt fréttum komi eigi allvel fram við starfsfólk sitt. Ef rétt er, að ítrekaðar ábendingar hafi verið gerðar til sýslumanns austan um það og hann ekki haft fyrir því að kanna málin, þá er eitthvað að.

Mér sýnist Björn vinur minn Bjarnason hafa verk að vinna - til viðbótar við öll þau góðu verk sem hann hefur skilað í ráðherratíð sinni.

Ágúst Ásgeirsson, 6.9.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband