Pósthólf Söru opnað - netföng og frambjóðendur

Sarah Palin Sarah Palin heldur áfram að vera í aðalhlutverki í baráttunni um Hvíta húsið þegar sjö vikur eru til kjördags. Hún er miðpunktur athyglinnar og hefur hleypt nýju lífi í kosningabaráttu repúblikana og mun fleiri koma á kosningafundi með John McCain eftir að hún var kynnt til leiks. Sú athygli er þó ekki öll jákvæð, eins og hefur sannast nú af því að hakkarar brjótast í einkapóst hennar.

Fyrir nokkrum dögum voru demókratar að gera grín að McCain í auglýsingu því hann gæti ekki notað tölvu og skrifað tölvupóst. Sú gagnrýni var frekar hol í ljósi þess að McCain getur ekki notað lyklaborð vegna stríðsáverka og getur t.d. ekki lyft höndum sínum eðlilega upp. Fróðlegt verður að sjá hvort ráðist verði nú að Söru Palin fyrir að hafa ekki skoðað pósthólfið sitt á yahoo svo dögum skipti. Hún hefur greinilega ekki skoðað það um skeið.

Nokkrir forsetaframbjóðendur töluðu mikið um það að þeir sendu ekki tölvupóst. George W. Bush sagði í kosningabaráttunni 2000 að hann væri ekki með netfang og hann hefur alveg örugglega ekki komið sér upp einu slíku í Hvíta húsinu. Að sögn gárunga sagði Al Gore eitt sinn að hann hefði fundið upp internetið svo hann hefur örugglega verið með netfang á árum sínum í Hvíta húsinu. Bill Clinton notaði ekki tölvupóst á árum sínum í Hvíta húsinu. John Kerry spurði eitt sinn á fundi hvað þetta at-merki þýddi eiginlega.

Barack Obama hefur verið með mjög tæknivædda kosningabaráttu og mun örugglega verða fyrsti forseti Bandaríkjanna með tölvupóstfang í Hvíta húsinu ef hann nær kjöri á meðan John McCain mun örugglega ekki vera með tölvu við hendina. Hvað varðar Söru Palin er stóra spurningin eflaust hvort hún ætlar að halda yahoo-netfanginu og nota það í Hvíta húsinu verði hún varaforseti Bandaríkjanna fyrst kvenna.

mbl.is Tölvuþrjótar komust í póstinn hjá Palin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Kristinsson

en ætla að ræaða allt annað en BNA stjórnmál, hvers vegna er bannað að kommennta á síður hjá VG fólkinu? manni langar að svara umræðuefninu en þau banna það, er þetta fólk frá annari plánetu eða þola þau ekki aðrar skoðanir en þeirra, einn voða hissa

Haukur Kristinsson, 18.9.2008 kl. 02:52

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Stefán

Þú segir ekki frá af hverju Palin var með þetta hólf, sem er til að sneiða fram hjá tilkynningaskyldunni sem hvílir á öllum fylkisstjórum varðandi opinber pósthólf.

Svo er annað email sem er áhugaverðara en öll þessi email úr Yahoo hólfinu hennar og það er emailið þar sem hún reynir að hafa áhrif á brottrekstur fyrrverandi mágs síns úr opinberri stöðu í Alaska.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 02:55

3 identicon

Það er reyndar mjög líklegt að hún muni halda áfram að nota eitthvert svona pósthólf þar sem að hún og stjórn hennar í Alaska hefur verið að reyna að koma sér hjá upplýsingalögum og halda stjórnsýslunni lokaðri með því að nota utanaðkomandi pósthólf.

Síðan mætti benda gárungunum á að Al Gore fann ekki upp internetið, heldur kom því í gegnum í Bandaríkjaþing, sem er nú ekki langt frá því ;)

Ég bendi líka á síðu sem hefur fjallað þó nokkuð um málin í tengslum við Sarah Palin. Dispatches from the Culture Wars

Erlendur (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 04:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband