Tzipi Livni markar söguleg skref í Ísrael

Tzipi Livni Kjör Tzipi Livni í leiđtogastól Kadima markar ţáttaskil í ísraelskum stjórnmálum. Ţó kemur stórsigur hennar í leiđtogakjörinu fjarri ţví ađ óvörum. Hún hóf sig upp til metorđa undir leiđsögn Ariel Sharon og var einn af helstu ráđgjöfum og bandamönnum hans á ţeim tćpu fimm árum sem Sharon var forsćtisráđherra Ísraels. Á innan viđ áratug varđ hún lykilpersóna í stjórnmálalitrófi Ísraels.

Ţegar Sharon fékk heilablóđfall fyrir tćpum ţremur árum varđ Livni utanríkisráđherra, ađeins önnur kvenna í sögu Ísraelsríkis og var fulltrúi Sharon-hópsins viđ völd. Hún lék lykilhlutverk í stofnun Kadima vikurnar á undan og hafđi fylgt Sharon úr Likud á ţeim örlagatímum ţegar flokkurinn klofnađi. Sharon hafđi veriđ einn stofnenda flokksins áriđ 1973 en beygđi sig ekki undir vald harđlínukjarnans og tók mikla pólitíska áhćttu međ ţví ađ segja skiliđ viđ flokkinn og stofna Kadima (Áfram).

Sharon var í kjölfariđ međ öll völd í hendi sér og fékk fornan andstćđing í ísraelskum stjórnmálum, Shimon Peres, fyrrum forsćtisráđherra, í liđ međ sér viđ stofnun flokksins. Allt benti til yfirburđasigurs Sharons og honum myndi takast ađ segja skiliđ viđ ísraelsk stjórnmál á toppi ferilsins. Veikindin bundu enda á litríkan stjórnmálaferil og nánustu samstarfsmenn hans voru lengi ađ fóta sig eftir ţau ţáttaskil sem óneitanlega fylgdu endalokum hans í pólitísku starfi.

Ţegar Sharon stofnađi Kadima var taliđ öruggt ađ hann vildi ađ Livni yrđi eftirmađur hans á forsćtisráđherrastóli fyrir mitt kjörtímabiliđ. Í tómarúminu sem fylgdi veikindum Sharons náđi Ehud Olmert, fyrrverandi borgarstjóri í Jerúsalem, lykilstöđu og ţađ varđ hlutskipti hans ađ taka viđ Kadima. Kadima vann góđan kosningasigur nokkrum vikum eftir ađ Sharon veiktist, ţó mun minni en spáđ hafđi veriđ í könnunum og ađ mestu út á minninguna um stofnandann sem tók hina miklu áhćttu, ţá mestu á sínum ferli, međ ţví ađ kljúfa Likud, sem var í rústum eftir.

Allir vita eftirleikinn. Olmert náđi aldrei almennilegum tökum á forsćtisráđherraembćttinu. Fylgi Kadima hefur hruniđ í leiđtogatíđ hans, ađ mestu vegna hneykslismála og vandrćđalegra afglapa í utanríkismálum, einkum Líbanon-málinu sem nćstum gerđi út af viđ stjórnmálaferil Olmerts um mitt áriđ 2007. Undir pólitískri leiđsögn Olmerts hefur Likud náđ vopnum sínum og hefur nú sterka stöđu í könnunum og virđist líklegt ađ Benjamin Netanyahu takist ađ byggja flokkinn upp aftur sem hiđ mikla stórveldi á dögum Sharons.

Ariel Sharon lifir enn. Hann varđ áttrćđur í febrúar og er enn í dái á hjúkrunarstofnun í Jerúsalem. Ţegar ár var liđiđ frá ţví hann fékk heilablóđfalliđ sem batt enda á feril hans var stóra spurning allra fjölmiđlanna ţar hvađ hann myndi segja ef hann vaknađi upp viđ hina pólitísku stöđu í landinu. Á innan viđ ári gekk Olmert frá pólitískum styrkleikum ţeim sem Sharon lét eftir flokknum í arf og var búinn ađ gera út af viđ eigin feril. Fjarri ţví er víst ađ takist ađ laga ţann skađa.

Allir helstu pólitísku ráđgjafar og stuđningsmenn Sharons lögđu mikiđ á sig til ađ tryggja sigur Livni. Hún stendur nú vörđ um pólitíska arfleifđ hans og hefur í hendi sér hvort Kadima verđi lykilafl áfram í ísraelskum stjórnmálum. Og nú reynir hún ađ mynda stjórn. Hún fylgir í fótspor Goldu Meir bćđi sem forsćtisráđherra og utanríkisráđherra og opnar nýjan kafla í pólitík landsins, ekki ađeins fyrir konur heldur og viđ ađ tryggja Kadima framhaldslíf eftir afglöp Olmerts á valdastóli.

Sögulegur sess Livni viđ hliđ Goldu Meir í pólitískri sögu Ísraels mun ráđast fyrst og fremst ađ ţví hvort henni tekst ađ mynda stjórn fljótt og vel - koma međ ţví Olmert úr embćtti afgerandi og traust - og hvort henni takist ađ verja pólitískt vígi Ariels Sharons.

mbl.is Livni kjörin leiđtogi Kadima
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband