Formenn allra flokkanna funda í Seðlabankanum

Seðlabankinn Mikla athygli vekur að nú rétt fyrir miðnættið voru formenn allra stjórnmálaflokkanna boðaðir á fund í Seðlabankanum. Greinilega er stórra tíðinda að vænta fyrst farið er að boða fundi svo seint um kvöld yfir helgi. Alla helgina hefur legið í loftinu að eitthvað sé að fara að gerast. Fundir fjármála- og forsætisráðherrans með seðlabankastjórum var sannarlega fyrirboði þess.

Tíðindin frá Bandaríkjunum eru mikil þáttaskil í efnahagsmálunum vestan hafs. Allir bíða viðbragða þess með morgni þegar markaðir opna og í ljós kemur hversu sterkt markaðurinn bregst við þessari niðurstöðu Bandaríkjaþings. Pólitískar ákvarðanir á æðstu stöðum í Bandaríkjunum munu væntanlega hafa áhrif langt út fyrir Bandaríkin og munu vonandi lægja öldur á markaðnum.

Sunnudagskvöldfundur af þessu tagi í Seðlabankanum felur í sér stórtíðindi og greinilegt að stjórnvöld ætla sér að fara í miklar aðgerðir. Mér fannst Geir H. Haarde, forsætisráðherra, takast nokkuð vel að reyna að komast hjá því að svara hvað væri að gerast með fundahöldunum.

Samt trúði ég því mátulega að bara hefði verið hist til að tala um daginn og veginn. Eitthvað hefur verið í farvatninu alla helgina og fróðlegt að sjá hvað gerist nú.

mbl.is Björgunaraðgerðir samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband