Biðin eftir aðgerðarpakkanum

Mér hefur fundist sem eitthvað stórt sé í loftinu og hafi verið alveg síðan seint í gærkvöldi, en enn sé unnið að niðurstöðu. Annað getur ekki verið eftir alla biðina. Allir eru að pískra um hvað geti gerst. Þjóðin er enn að reyna að finna einhver púsl sem passa saman í atburðarásinni eftir alla helgar- og næturfundina.

Þrátt fyrir yfirlýsingar um að enginn yrði aðgerðapakkinn hlýtur að vera stutt í að eitthvað verði sett fram. Er þetta ekki bara spurning um örfáa klukkutíma? Hlýtur að vera.

mbl.is Lokað fyrir viðskipti með bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Er þetta örvæntingafull von eða raunveruleg bjartsýni hjá þér.

Annars er ég ekkert í stuði til að núa þér um nasir að vera stuðningsmaður íhaldsins. Ástandið er orðið svo skuggalegt að maður nennir ekki einu sinni að stríða Sjálfstæðismönnum. Enda ekki hægt þegar maður sér angistar svipinn í áhugum þeirra orðið.

Það á ekki að sparka í liggjandi fólk

Jóhannes Snævar Haraldsson, 6.10.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband