Furðuleg atburðarás

Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að maður skilji ekki hvað sé að gerast innan ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum. Yfirlýsingarnar eru misvísandi. Aðra stundina er málið alvarlegt og hina stundina er ekki þörf á neinum sérstökum aðgerðapakka. Ég held að mjög margir landsmenn velti fyrir sér hver staða ríkisstjórnarinnar er með þessar tvær yfirlýsingar á innan við tólf tímum. Eftir alla fundina virðist fátt vera ljóst í stöðunni.

Mér finnst það verða sífellt augljósara hversu veik ríkisstjórnin er þrátt fyrir mikinn þingmeirihluta. Ég hef reyndar skrifað um þessa stöðu, en hún hefur sjaldan orðið augljósari og vondari en seint íg gærkvöldi þegar öll þjóðin beið niðurstöðu úr Ráðherrabústaðnum en fékk ekkert að heyra nema að þetta myndi reddast.

Maður horfir á atburðarásina eins og hasarmynd sem vantar endann á.

mbl.is Eigendur Glitnis ekki með í ráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband