Merkileg yfirlýsing - biðleikur og næturfundir

Vonbrigði landsmanna með niðurstöðu maraþonfundanna í Ráðherrabústaðnum er greinilega mikil. Eftir stendur þó að stjórnvöld hafa sent bönkunum þau skilaboð að taka til og selja eignir upp í skuldir. Biðleikur ríkisstjórnarinnar er þó algjör, enn hefur enginn rammi um aðgerðir komið á þeim bæ. Virðist eiga að bíða átekta ef marka má orð forsætisráðherrans.

Velti samt fyrir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í skjóli nætur, rúmlega tvö, um að sparifé landsmanna verði tryggt. Þessi yfirlýsing virðist sett fram til að róa þá sem eru óttaslegnir eftir að aðgerðarpakkinn lá ekki fyrir eftir öll fundahöldin. Eftir alla biðina eftir engu, nema því sem augljósast var í stöðunni, er eðlilegt að velta fyrir sér hvað gerist á morgun.

Engin niðurstaða felst í atburðum helgarinnar. Enn erum við öll á vissum byrjunarreit málsins enn, eins ótrúlegt og það hljómar. Fundirnir með erlendum bankamönnum eykur enn á óvissuna en samt sem áður virðist vera sem stjórnvöld ætli að sjá til hvað morgundagurinn ber í skauti sér.


mbl.is Árétting frá ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yfirlýsingin er einungis árétting á aðildarskilyrði að alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

bíddu hvað gerðist?

er allt komið fram sem á að gera?

draga úr stærð bankana og flytja inn erlent fé lífeyrissjóða. það eina sem á að gera? 

Er ég að missa af einhverju miklu eða ???

Fannar frá Rifi, 6.10.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband