Geir ávarpar þjóðina - stórtíðindi framundan

Óhætt er að fullyrða að mikil stórtíðindi séu framundan þegar forsætisráðherra ákveður að ávarpa þjóðina. Augljóst er því að Geir hefur eitthvað mikið að segja okkur á eftir. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Íslands ávarpar þjóðina sérstaklega, utan áramótaávarps síns og hefðbundins ávarps úr þinginu í upphafi og lokum þinghaldsins, í tíu ár, eða síðan Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, forsetafrú, lést í Bandaríkjunum í október 1998. Þá var dagskrá rofin og Davíð Oddsson tilkynnti um lát hennar.

Þetta eru miklir örlagatímar og allir bíða eftir því hvert útspil ríkisstjórnarinnar verði. Því er óhætt að fullyrða að öll þjóðin fylgist með því sem stjórnvöld hafa að segja eftir hina löngu bið að undanförnu.


mbl.is Forsætisráðherra flytur ávarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband