Váleg tíðindi af sjóðum Landsbankans

Ekki eru fréttirnar af sjóðum Landsbankans beint traustvekjandi, enda blasir við að þar allt mun verr komið en nokkrum óraði fyrir. Ekki er hægt annað en vorkenna þeim sem áttu mikið af peningum hjá bankanum. Óvissan, sem hefur grasserað allt frá því að Björgólfur Guðmundsson gaf ekki færi á sér í viðtal í gær, hlýtur að vera nagandi og varla mun hún minnka á næstunni ef marka má stöðuna á þessari stundu.

Mér finnst mikilvægast af öllu að björgu ævisparnaði og peningum þeirra sem áttu allt sitt í Landsbankanum. Vonandi tekst að redda því öllu í þessum ólgusjó. Vonandi birtir upp um síðir í þessu svartnætti.

mbl.is Óvissa með sjóði Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já það er ekkert annað!

Ólafur Þórðarson, 7.10.2008 kl. 17:09

2 identicon

Ég held að ég hafi átt ca. 7.000 krónur á reikning hjá Landsbankanum og nú vona ég að yfirdrátturinn minn hafi þurrkast út.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 17:36

3 identicon

Það eru margar hliðar á þessu eins og vænta má. Nú hefur ríkisstjórnin (Seðlabankinn) lánað Kaupþingi einhverja 500 milljarða og fleytir honum þannig áfram. Þeir sem eiga í sjóðum hjá Kaupþingi virðast því ætla að sleppa en þeir sem voru með ævisparnað sinn í sjóðum í  Landabankanum fá einhverja aðra meðferð. Ég skil þetta ekki og finnst þetta einkennileg vinnubrögð. Það getur ekki staðist jafnræðisregluna að fara svona fram. Eins er það skrítið að verja stórar eignir á innlánsreikningum en ekki sparnað fólks í öðru formi.

Júlíus Karlsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband