Pólitísku tengslin í bönkunum - staða Björgvins

Ekki leið á löngu þar til pólitísku tengslin fóru að sjást í bönkunum eftir að þeir hrundu. Mér finnst afleitt að aðstoðarmenn ráðherra, pólitískir fulltrúar þeirra, setjist í stjórnir bankanna núna. Því er gott að Jón Þór Sturluson hefur hætt við að taka þar sæti en öllu verra er að aðstoðarmaður fjármálaráðherra mun vera í stjórn Landsbankans. Þetta á að heyra sögunni til. Krafan er að í bankaráðin fari við þessar aðstæður fagmenn í viðskiptum án beinna pólitískra tengsla.

Hélt Björgvin G. Sigurðsson að hann gæti valið aðstoðarmann sinn sem stjórnarformann í Glitni án þess að allt yrði vitlaust? Hvers konar siðferði er þetta? Á að slengja framan í fólki strax í upphafi pólitískum fulltrúum í formennskur bankanna við þessar aðstæður. Algjörlega ólíðandi og gott að mönnum hefur snúist hugur á þessum síðustu dögum, eftir því sem orðrómurinn grasseraði. Vonandi læra pólitíkusarnir eitthvað á þessu.

En hvað gerist næst með Björgvin? Ætlar hann að selja Philip Green skuldir Baugs á niðursettu verði? Getur hann samþykkt slíkan díl án þess að gera út af við sig pólitískt? Stórt spurt vissulega, en ég bind vonir við að hugsað sé um þjóðina en ekki viðskiptajöfra sem eru búnir að spila rassinn úr buxunum við þessar aðstæður.

Björgvin er reyndar skaddaður vegna tengslanna við fyrri eigendur Glitnis. Þegar Glitnir var ríkisvæddur fyrir hálfum mánuði ók ráðherrann um langan veg um miðja nótt til að láta Jón Ásgeir lesa yfir sér. Fjölskyldubönd ráðherrans við lögmann Baugs voru þess eðlis þá að þetta þótti vera í lagi.

Ég ætla að vona að Björgvin standi í lappirnar í þessu máli, hvort sem fólki finnst eðlilegt að hann felli dóminn vegna þessara tengsla. Góðs viti er að hann er hættur við að velja aðstoðarmanninn sinn sem stjórnarformann í Glitni, allavega um stundarsakir.

mbl.is Þóra er formaður Nýs Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

"Hélt Björgvin G. Sigurðsson að hann gæti valið aðstoðarmann sinn sem stjórnarformann í Glitni án þess að allt yrði vitlaust? Hvers konar siðferði er þetta? Á að slengja framan í fólki strax í upphafi pólitískum fulltrúum í formennskur bankanna við þessar aðstæður. Algjörlega ólíðandi og gott að mönnum hefur snúist hugur á þessum síðustu dögum, eftir því sem orðrómurinn grasseraði. Vonandi læra pólitíkusarnir eitthvað á þessu."

Þú verður seint sagður sanngjarn í umfjöllun. Tengist það eitthvað þínum eigin flokkstengslum að þú leyfir Árna Matt alveg að sleppa í þessari umfjöllun? Flestir hefðu talið það eðlilegra þar sem hann jú skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn Landsbankans. 

Þórir Hrafn Gunnarsson, 12.10.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: H G

Hvað er að því að selja þessar skuldir með einhverjum afföllum? Slíkt eru viðurkennd viðskipti allstaðar. -  Fer auðvitað eftir því hve afföllin eru mikil - og "betri er hlutaskaði en fullur" eins og gamalt   máltæki segir.

H G, 12.10.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Dunni

Það er nú ekk bara að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi stigið fyrsta skrefið í helmingaskiptareglunni í skiptingu auðæfa ríkisins til flokksgæðinga.  Heldur er hinn nýji bankastóri Nýja Landsbanka fyffum aðstoðarbankastjóri sama banka.

Íslenskum stjórnmálamönnum gengur illa að hrista af sér spillingarstimpilinn.  Þess vegna verður þjóðin að hrista af sér stjórnmálamennina og endurnýja frambjóðendur sína 80% fyrir næstu kosningar sem halda ætti í febrúar ef allt færi eftir ritúali siðaðra manna.  

Dunni, 12.10.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef ég man rétt er Björgvin flokksfélagi Gordon Brown eins og Össur

Sigurður Þórðarson, 12.10.2008 kl. 21:04

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Vil benda Þóri á að ég tala um aðstoðarmann fjármálaráðherra í fyrstu efnisgrein. Ég tala mjög almennt um þetta. Pólitískar klíkuráðningar í stjórnir bankanna á ekki að sjást. Ég tel að þetta komi mjög vel fram í þessum pistli og því alveg óþarfi að snúa út úr.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.10.2008 kl. 21:21

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hvílíkt lýðskrum!

Ef viðkomandi væri skipaður - líkt og ég - til fimm ára myndi ég skilja þetta.

Er eitthvað athugavert að ráðherra skipi einhvern, sem hann þekkir og treystir, í þetta embætti í nokkra daga, vikur eða mánuði?

Ég tek þátt í þessari gagnrýni innan skamms - en ekki núna!

SELJUM BANKANA SEM ALLRA FYRST EÐA ÞEGAR VIÐUNANDI VERÐ FÆST FYRIR ÞÁ!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 21:50

7 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Þú rétt minnist á Árna og ræðst svo gróflega á persónu Björgvins. Þetta er langt því frá að vera almennt. Einu útúrsnúningarnir sem hérna er að finna eru í svari þínu.

Þórir Hrafn Gunnarsson, 12.10.2008 kl. 22:32

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Samkvæmt upplýsingum vefmiðla á mun höfðinglegt boð Greens nema heilum 10 % af skuldum Baugs ! Þvílík ofrausn.

Þá þykjast nú menn sjá í gegn um þennan leik Greens sem hann sé að koma fram sem leppur geislaBAUGSfeðganna. Þeir séu með samkomulag á bak við tjöldin í tengslum við önnur mál að "aflúsa" Baug fyrir þá feðga á þennan hátt á kostnað skattgreiðenda íslenskra. Losa Baug við 90 % af skuldum og afborgunum. Enginn smá díll, allt af einskærri góðmennsku vegna starfsöryggis þeirra breskra sem starfa við þessar tuskubúðir með þrælakistusaumuðum fatnaði eftir því sem sögur herma.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.10.2008 kl. 23:32

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um Árna, það að senda dýralækni til að semja um stærsta peningamál Íslandssögunnar við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn er samt algjör skandall! Vítavert gáleysi, leyfi ég mér að segja.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 01:39

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Þórir: Skipa átti aðstoðarmann Björgvins sem stjórnarformann í Glitni. Finnst þér eðlilegt að aðstoðarmaður ráðherra gegni stjórnarformennsku við þessar aðstæður? Mér finnst fullkomlega eðlilegt að tala um það mál, enda linka ég við frétt um það sérstaklega. Hinsvegar fer ég almennt yfir þetta mál. Held að skoðun mín almennt á þessu komi mjög vel fram, alveg sama hvaða flokki viðkomandi tilheyrir.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.10.2008 kl. 01:50

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi... þú ert að verða eins og Gróa á Leiti. Mér finnst þetta óheiðarleg skrif og þú ættir að biðja Björgvin afsökunar. Hann er maður sem má ekki vamm sitt vita og þetta er ljótt Stebbi.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.10.2008 kl. 11:34

12 identicon

Stefán.....Sigmundur Sigurgeirsson telst líka vera í skósveinadeild Árna Matt þó hann sé ekki skilgreindur aðstoðarmaður hans.  Hann vann sér einmitt til frægðar að þurfa að láta af störfum hjá Svæðisútvarpi Suðurlands vegna skrautlegs níðbloggs um Baugsveldið!  Í fljótu bragði mætti halda að Jón Þór væri lang hæfasti maðurinn af þessum öllum m.v bakgrunn og reynslu.   Get ekki séð nokkur mun á því að vera titlaður aðstoðarmaður ráðherra eða tilheyra hirðsveit óopinberra aðstoðarmanna sem fá loksins bitling eftir áralanga bið.

Guðmundur (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband