Egill grillar Jón Ásgeir - þjóðin vill skýr svör

Mér fannst Egill Helgason standa sig vel í viðtalinu við Jón Ásgeir Jóhannesson í Silfrinu nú eftir hádegið. Hann spurði þeirra spurninga sem þjóðin vill fá svör við. Greinilegt var að Jóni Ásgeiri fannst lítið til þess koma að þurfa að svara þessum spurningum. Svörin voru þau sömu og við höfum heyrt áður, en nú er almenningur í þessu landi búinn að fá nóg af spunanum og vill vita hvernig útrásarvíkingarnir, sem hafa sett landið á hausinn, ætla að axla ábyrgð á sínum verkum.

Þetta eru eðlilegar spurningar í stöðunni. Fyrsta spurningin og sú mikilvægasta er hvað verði um Baug. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, muni staðfesta Green-dílinn varðandi Baug, þrátt fyrir fjölskyldutengslin við lögmann Baugs. Öll þjóðin bíður svara af því. Varla fer það í gegn.

Jón Ásgeir hefur árum saman getað svarað gagnrýni með því að viss hópur vinni gegn sér og vilji leggja sig í rúst. Þetta spinn er búið að vera og hann þarf að fara að svara þessum spurningum. Tími fórnarlambsins á kjörtíma í sjónvarpi er liðinn.

mbl.is Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég kalla það ekki jákvætt af þáttarstjórnanda í vinnu hjá ríkinu að bjóða manni sem hefur verið umfangsmikill í atvinnulífinu um árabil í þátt og halda með engu móti ró sinni. Egill var rauður í framan, greip fram í fyrir Jóni og leyfði honum aldrei að útskýra mál sitt. Það virtist sem Egill hafi ekki viljað fá útskýringar og rök - frekar að fá útrás sjálfur.

Það er mikilvægt núna að fá eins mikið fyrir eignir bankanna til að lágmarka tjónið. Lán til Baugs eru meðal annars í því eignasafni - því þarf að tala varlega og tryggja að þessar eignir verði ekki orðnar verðlausar á næstu vikum.

Ég veit ekki hvaða verð Green er að bjóða, en það er ljóst að þessari skuldir verða varla seldar á raunvirði í því ástandi sem nú er í heiminum.

Eggert Hjelm Herbertsson, 12.10.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: haraldurhar

   Stefán þú hlítur að vera meira en lítið að í höfðinu á þér, ef þú réttlætir framkomu Egils í viðtalinu við Jón Ásgeir.  Egill gjammaði fram í hverja einustu setingu og spuringar hans sérust allar um hluti er skipta eingu máli núna. Þér hlítur að vera ljóst að vernda verðmæti eigna Baugs og Bankanna erlendis er það sem skiptir mestu máli, það að allar eignir okkar erlendis eru að fara á hrakvirði þetta verður að stoppa með öllum tiltækum ráðum. Hver so sem skráður eigandi er, ef ekki þá stefnir hér í þjóðargjaldþrot, og lífstandard okkar ekki færður aftur um 30 ár heldur  7o ár.   Hafðu þig nú uppúr smásálarskapnum

haraldurhar, 12.10.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Egill var verulega slappur og missti af góðu tækifæri a að láta Jón Ásgeir svara fyrir vafasöm skuldsett fjárfestingaumsvif á erlendri grund . Meira að segja færði honum varnirnar upp í hendurnar með að gefa honum færi á að spila plötuna um þátt Davíðs í Glitnis yfirtökunnui, án þess Egill væri í stakk búinn að afvopna hann. Egill hefði frekar átt að spyrja Jón Ásgeir svara um snúninginn sem þeir félagar tóku á Sterling Airways. Gaman hefði verið að heyra skýringar Jóns Ásgeirs á því hvernig verðmæti skuldsettrar yfirtöku fer úr 4 upp í 20 milljarða stuttum tíma. Nei Egill missti stóra fiskinn af önglinum, hann syndir áfram í stóra straumi. Egill náði ekki að landa honum. Hefði kannski frekar á að láta Ragnar Önundarson halda á stönginni þegar jón var kominn á.

Óttar Felix Hauksson, 12.10.2008 kl. 15:34

4 identicon

haraldurhar, ég tel að það hlýtur að vera meira en lítið að í höfðinu á þér. Jón Ásgeir er glæpamaður og Egill var fultrúi íslensku þjóðarinnar í þessu viðtali. Margir hverjir eru búin að missa allt sitt og það er á stórum hlut þessum "útrásar víking" að kenna

GudrunS (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Nú er ég ekki sammála þér Stefán.

Mér fannst Egill vera frekar dónalegur og ómálefnalegur,  framkoma  hans og hroki voru yfirþyrmandi. Jón Ásgeir komst vel frá þess og stóð þetta af sér. Ég virði Jón Ásgeir fyrir að ÞORA AÐ MÆTA í fjölmiðla en þar hefur enginn af þessum toppkóngum þoraða að láta sjá sig

Ég hefði frekar viljað að Egill hefði  róað sig niður, því að við viljum fá svör sem skýra út ástandið og hvað verður. En þetta var svona full mikið

Sigrún Sæmundsdóttir, 12.10.2008 kl. 16:56

6 identicon

Regla númer eitt í blaðamennsku ... ef þú ætlar að ásaka einhvern um að eiga peninga í banka í Karabíska hafinu, skaltu gjöra svo vel og vera með gögn sem staðfesta ásökunina.  Því miður flaskaði Egill á þessu. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:13

7 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Get nú engan veginn tekið undir að Egill hafi staðið sig, Var illa undirbúinn, uppfyllur af klysjum og gat ekki rökstutt fullyrðingar sínar, ég geri þá kröfu til vellaunaðs þáttastjórnanda að standa sig betur. Að auki komst Jón Ásgeir varla að til að svara. Tek fram að ég er enginn sérstakur aðdáandi Baugsfeðga en þeir eiga skilið að komið sé kurteislega fram við þá eins og alla aðra.

Finnst Jón Ásgeir eiga hrós skilið að hafa mætt.

Bjarnveig Ingvadóttir, 12.10.2008 kl. 18:51

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þið verðið að fyrirgefa en ég vorkenni þessum manni ekki neitt að þurfa að sitja fyrir svörum um hina grafalvarlegu stöðu sem uppi er. Við erum að horfast í augu við mjög vonda stöðu og greinilega margt óeðlilegt í þessari stöðu. Eðlilegt er að Jón Ásgeir fái yfir sig krefjandi spurningar. Þegar hann svarar þeim ekki afgerandi er haldið áfram. Mér finnst óþarfi að þéra hann. Eftir stendur að margt er gruggugt í þessu máli.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.10.2008 kl. 19:10

9 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

Tek undir með flestum hérna.  Egill missti sig á meðan Jón Ásgeir var pollrólegur.  Egill gjammaði stanslaust og varð æstari og æstari.  Hann klúðraði svo endanlega með því að fara yfir um og tala um að fara á ABBA myndina.. who cares..

Sigurður F. Sigurðarson, 12.10.2008 kl. 20:32

10 Smámynd: Dunni

Aldrei þessu vant þa missti Egill sig algerlega í viðtalinu við Jón Ásgeir. Hann misssti gullið tækifæri til að þjarma að honum vegna óðagotsins og sífelldra frammígama þegar Jón var að tala.

Egill fékk Jón ekki til að segja sér hvernig staðan raunverulega er.  Jón kom út úr viðtalinu eins og hvítþveginn engill sem alls ekki hafði farið á bakvið lögin og engu stolið frá þjóðinni. Þetta var slapt hjá Agli

Dunni, 12.10.2008 kl. 20:39

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér fannst Egill ófaglegur og hafði enga stjórn á sjálfum sér. Það er umhugsunarefni fyrir þáttarstjórnanda þegar hann verður aftur og aftur æstasti maðurinn í salnum.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.10.2008 kl. 13:09

12 identicon

Ágæti Stefán,

Til að greina afleiðingar sérhvers máls þarf að byrja að skoða orsakavaldinn. Við skulum ekki gleyma því hverjir komu á einkavæðingu fjármálakerfisins þar sem ég fullyrði að flestir, ef ekki allir, spiluðu eftir gildandi leikreglum. En vandamálið var að leikreglurnar voru ílla samdar, óskýrar og langt í frá gegnsæjar. Múgæsingamenn, eins og Egill Helgason, eru að vaða í villu og svima með því að gelta að einstaklingum sem tóku þátt í leiknum. Eflaust má gagnrýna siðferðið manna í mörgum tilfellum en að gera þá að blórubögglum er alveg út úr kortinu og framkoma Egils í sjónvarpinu í gær honum til skammar.

Benedikt Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 14:27

13 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður verður nú að segja að Egill grillaði sjálfan sig alveg/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.10.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband