Hvað ætlar Ísland að gera í öryggisráðinu?

Ég hef verið viss um það frá upphafi að Ísland ætti enga raunhæfa möguleika á sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Austurríki og Tyrkland munu ná kjöri. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef einhverjum þjóðum mun standa stuggur af hægribylgjunni í austurrísku þingkosningum þar sem Frelsisflokkurinn náði aftur undirstöðu og Jörg Haider náði aftur að stimpla sig inn á pólitíska landakortið skömmu áður en hann lést í bílslysi. Óvissa um næstu ríkisstjórn gæti skaðað Austurríki.

Kannski var það eðlilegur metnaður hjá Íslandi að gefa kost á sér og reyna við sætið. Fyrst og fremst var þetta pólitískt gæluverkefni í utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar og látið óátalið af Sjálfstæðisflokknum á þeim tíma. Síðar hefur Davíð Oddsson, utanríkisráðherra er framboðið var lagt fram, tjáð andstöðu sína við það en Valgerður Sverrisdóttir og Ingibjörg Sólrún hafa haldið utan um málið af miklum metnaði, en þó sem betur fer látið kostnað ekki yfirflæða.

Enn er þó eftir spurningin um hvað Ísland ætli að gera í öryggisráðinu. Í gegnum allt ferlið hefur enginn svarað því af alvöru. Sumir hafa svarað á þeim forsendum að við yrðum fulltrúi Norðurlandanna og stæðum vörð um hagsmuni þeirra. Ekki er það nú vegleg forsenda fyrir framboðinu. En við getum velt þessu fyrir okkur þegar við náum ekki sætinu.

mbl.is Íslenskar rjómapönnukökur á borðum SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Kannski er það eina jákvæða við fall Íslands undanfarið að sætið í Öryggisráði SÞ verði afar ólíklegt. Ef við fengjum sætið, þá yrði jafnan litið á okkur sem málpípur Rússa, í stað fyrir að vera málpípur Bandaríkjamanna, sem eiga SÞ með húð og hári. Eins og Hannes Smárason, þá höfum við öðrum hnöppum að hneppa í dag.

Ívar Pálsson, 12.10.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þeir koma á heimsfriði með pönsum og rjóma. Þetta er nú meira ruglið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.10.2008 kl. 14:53

3 identicon

Þú lýsir þér sem bjartsýnum og jákvæðum sem rýmar frekar illa við þessa færslu. Ég myndi halda að ef við myndum grísast þarna inn, þá myndi samningstaða okkar við Breta, aðrar þjóðir og IMF batna til muna. Kostnaður okkar við þetta framboð myndi þá á endanum verða lítill. Við þurfum einnig að endurbyggja ímynd okkar og traust á alþjóðlegum vettvangi og sæti í Öryggisráðinu væri afbrags platform til þess.

Jakob (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband