Baráttan um Baug

Væntanlega verður baráttan um Baug aðalfréttaefnið næstu dagana. Nú er það í höndum íslenska ríkisins og skilanefnda bankanna hvað verði um þetta fyrirtæki sem hlaut útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir nokkrum árum, án þess að nokkur áttaði sig á því hvað fyrirtækið væri að flytja út. Vissulega er það leitt að horfa á skipbrot íslensku útrásarinnar og brunaútsala fari nú fram á eigum þeirra en svona er nú komið.

Get ekki ímyndað mér annað en tilboði Philip Green verði hafnað. Íslenska ríkið getur ekki látið þann díl fara í gegn. Öll þjóðin mun fylgjast með örlögum þessa margfræga fyrirtækis í samningaviðræðunum næstu dagana.

mbl.is Vill kaupa skuldir Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er nú mál margra að Green sé nú að koma fram sem "leppur" fyrir Jón Ásgeir og famelíu. JÁJ hefur undanfarið sagt að fyrirtæki þeirra í Bretlandi standi vel og hafi ávallt staðið í skilum með öll lán og afborganir af þeim. Skyndilega, aðeins daginn eftir að hann lýsti þessu síðast yfir í Silfri Egils, þá kemur Green og býður að hann geti keypt skuldir Baugs á 5% af virði þeirra. Stærsta aflúsun Íslandssögunnar ef af yrði. Green fengi ríflega greitt fyrir greiðann af geislaBAUGSfeðgum að sjá um að snýta íslensku þjóðinni um 95% af 3-500.000.000.000 króna skuldum félagsins. Ef eitthvað er að marka Jón Ásgeir yfirleitt þá standa þessi fyrirtæki við skuldbindingar sínar og afborganir og eru í ágætum rekstri og þurfa ekkert á því að halda að íslendingar gefi þeim 3-500 þúsund milljónir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.10.2008 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband