Afturhvarf til fortíðar í Kauphöllinni

Hálf súrrealískt er að fylgjast með Kauphöllinni eftir vikulokun á viðskiptunum. Hún er færð tólf til þrettán ár aftur. Núllstilling bankanna hefur mikil áhrif en vonandi tekst að koma hlutunum á réttan kjöl eins fljótt og mögulegt má vera. Í raun er vonlaust að bera saman miðvikudaginn og daginn í dag á mörkuðunum.

Þetta er nýtt landslag og uppbyggingarstarfið framundan. Fyrirtækjum hefur auðvitað fækkað í Kauphöllinni og eðlilega spurt hvort þau sem eftir eru fari undir aðrar kauphallir á Norðurlöndum. Varla verður það þó gert heldur byggt upp á nýjum grunni.

Framundan hlýtur að vera stýrivaxtalækkun frá Seðlabankanum. Staðan hefur gjörbreyst og því eðlilegt að búist sé við því að Seðlabankinn taki af skarið næstu dagana og komi hlutunum aftur á einhverja hreyfingu.

mbl.is Úrvalsvísitalan 715 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað varð um þessar 600 milljarðar ef þessi færsla átti sér stað frá Landsbankanum í London til Íslands og hvernig geta þessir peningar gufað upp ? Eru þetta tæknileg mistök og fynnst þér ekki að við eigum að rannsaka þetta bétur áður enn við förum út í brunasölur og greiða niður erlendar skuldir ?

Mac73 (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband